Að mörgu er að hyggja þegar
menn rannsaka norræn trúarbrögð til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan
kemur okkur vitneskja um trú forðfeðranna?
Ritaðar heimildir eru af margvíslegum
toga.
Elsta rituð samtímaheimild
um forn norræn trúarbrögð er Reisubók Ibn Fadlãns. Hann var
erindreki kalífans í Bagdað meðal Volgu-Búlgara árið 921. Ibn Fadlãn tókst á
hendur að leiðrétta trúariðkan þeirra, en þeir brutu eina meginreglu íslams um
bænahald. Honum varð ekki ágengt, en á ferð sinni varð hann vitni að útför norræns höfðingja og ýmsu atferli norrænna víkinga. Hann
fylgdist með af athygli, hafði auk þess túlk sér til hægri handar. Lýsingar hans
koma heim og saman við marga fornleifafundi og eru því traust heimild. Sama gildir um
króníkur annarra arabískra ferðamanna, sem lögðu svo norðlæg lönd undir fót.
|