Að mörgu er að hyggja þegar
menn rannsaka norræn trúarbrögð til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan
kemur okkur vitneskja um trú forðfeðranna?
Ritaðar heimildir eru af margvíslegum
toga.
Fyrstu drög að Landnámabók
hafa líklega verið lögð á seinni hluta 11. aldar og við upphaf hinnar 12. Hún er
hins vegar varðveitt í yngri handritum. Í henni eru frásagnir, sem kunna að byggjast á gamalli
arfleifð.
|