Að mörgu er að hyggja þegar menn rannsaka norræn trúarbrögð
til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan kemur okkur vitneskja um trú
forðfeðranna?
Ritaðar heimildir eru af
margvíslegum toga.
Rúnir eru til frá 2. 3. öld
og þaðan af yngri. Rúnaristur eru að jafnaði fáorðar, en gefa samt sem áður
mikilvægar upplýsingar um trúarlíf, einkum töfra. Rúnir voru notaðar fram yfir
siðaskipti víðs vegar á Norðurlöndum, einkum í grafletur. Íslenskir galdramenn á
17. öld höfðu mikla trú á rúnum.
|