Að mörgu er að hyggja þegar
menn rannsaka norræn trúarbrögð til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan
kemur okkur vitneskja um trú forðfeðranna?
Ritaðar heimildir eru af margvíslegum
toga.
Menn hafa freistast til þess að nota þjóðtrú
sem heimild um fornan átrúnað, en það er erfitt, því að hún hefur blandast
kaþólskum og síðar lúterskum grillum. Þjóðtrú og ýmsir gamlir siðir hafa þó
nokkurt heimildagildi.
|