Að mörgu er að hyggja þegar
menn rannsaka norræn trúarbrögð til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan
kemur okkur vitneskja um trú forðfeðranna?
Ritaðar heimildir eru af margvíslegum
toga.
Dróttkvæði
voru ort á tímabilinu 850 1350. Þau eru skotin kenningum
og heitum, sem mörg eiga rætur að rekja til fornra trúarbragða. Varðveisla þeirra
er með ýmsu móti, en almennt telja menn kenningar þeirra reistar á goðsögnum, sem
hafa verið til. Margar þeirra eru týndar, og þá verður kenningin illskiljanleg
nútímamönnum. Sum dróttkvæði fjalla sérstaklega um goðsagnir. Mestu máli skipta
auðvitað þau kvæði, sem menn telja ort á heiðnum tíma.
|