Að mörgu er að hyggja þegar menn rannsaka norræn trúarbrögð
til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan kemur okkur vitneskja um trú
forðfeðranna?
Fornleifar.
Mjög merkar minjar um mannlíf að fornu hafa verið grafnar úr jörðu og hafnar úr
sæ: hlutir, vopn, einstök býli og heilir bæir, sem hafa varpað ljósi á
lifnaðarhætti. Ómetanlegir gripir hafa víða fundist.
Gosforthkrossinn |
Margar
minjar hafa fundist um trúarlíf. Þar ber hæst grafir, en auk þeirra
skulu nefndir ýmsir hlutir, einkum styttur af guðum, ýmsir munir,
leifar fórnardýra, m.a. lík af mönnum o.fl.
Fornleifar
eru þöglar heimildir í þeim skilningi, að þær verður að túlka. Hlutina höfum
við, beinin, líkin, hlutina, húsin, skipin, rústirnar. Við verðum að gefa þeim
merkingu. En ásamt öðrum heimildum geta fornleifar veitt trausta vitneskju.
Bergristur
eru sérstakar í sinni röð og ævafornar. Frumbyggjar Norðurlanda hjuggu myndir á
sléttar klappir, og sumar eru vafalaust af trúarlegum toga, bæði myndir af guðum og
ýmsum táknum.
Rökstenen |
Bautasteinar,
einkum frá Gotlandi, eru merkilegar heimildir. Margir eru þaktir myndum úr norrænni
goðafræði eða hetjusögnum. Unnt er að ráða í margar, en sumar byggjast á
goðsögnum, sem ekki hafa varðveist í öðru formi. Sömu sögu má segja um ýmsar
myndir, sem höggnar hafa verið í stein á Bretlandseyjum, einkum Gosforthkrossinn.
Rúnir
eru ristar á marga bautasteina, og nöfn guða koma þar allvíða fram í margvíslegu
samhengi.
Guðirnir okkar
gömlu eftir Sölva Sveinsson |