Heimildir um norræn trúarbrögð

heim.gif (185 bytes)

Að mörgu er að hyggja þegar menn rannsaka norræn trúarbrögð til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan kemur okkur vitneskja um trú forðfeðranna?

Fornleifar Örnefni Ritaðar heimildir

Ritaðar heimildir eru af margvíslegum toga.

Rit Snorra Sturlusonar eru mikilvægar heimildir. Rit Snorra eru fjörlega skrifuð, og Snorri hefur stuðst við ýmsar heimildir, sem nú eru glataðar að nokkru leyti. Edda hans er samfelldasta bók sem til er um ásatrú, einkum fyrsti hluti hennar, sem heitir Gylfaginning. Þar segir frá Gylfa konungi Svíþjóðar, sem hittir Óðin. Óðinn gerir honum sjónhverfingar og svarar spurningum hans í gervi Hás, Jafnhás og Þriðja. Þar eru sagðar goðsagnir, sem sumar eru ekki til annars staðar. Þar er vísað í eddukvæði og annan kveðskap í stórum stíl og tíndur til margvíslegur fróðleikur og reynt að koma honum í kerfi. Hins vegar verður að hafa í huga, að Snorri var menntaður á kaþólska vísu, heimssýn hans mótaðist af því, og það hefur vísast haft áhrif á rit hans. Í Heimskringlu, einkum Ynglingasögu, er sagt frá guðum með öðrum hætti að nokkru leyti en í Eddu, en auk þess má nota Heimskringlu sem heimild um dýrkun guðanna.

aundan.gif (852 bytes)

heim.gif (185 bytes)

naesta.gif (183 bytes)