Að mörgu er að hyggja þegar
menn rannsaka norræn trúarbrögð til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan
kemur okkur vitneskja um trú forðfeðranna?
Ritaðar heimildir eru af margvíslegum
toga.
Heimildagildi Íslendingasagna
hefur verið vefengt, enda eru hinar elstu
skrifaðar um 200 árum eftir að kristni var lögfest. Ef til þess er litið, að
heiðin viðhorf hafa lifað lengi eftir kristnitöku og gömul munnmæli búa að baki ýmsum frásögnum,
má með varúð nota Íslendingasögur og önnur verk, sem varðveist hafa í íslenskum
handritum, t.d. Flateyjarbók, einkum ef lýsingar þeirra koma heim og
saman við fornminjar eða aðrar heimildir.
|