Að mörgu er að hyggja þegar
menn rannsaka norræn trúarbrögð til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan
kemur okkur vitneskja um trú forðfeðranna?
Ritaðar heimildir eru af margvíslegum
toga.
Eddukvæði eru
ómetanleg heimild um grundvallaratriði ásatrúar, sköpun heimsins og tortímingu, sem
mörg yngri rit byggjast á. Menn greinir á um aldur þeirra, en þau eru ekki skráð
fyrr en á 12. eða 13. öld. Besta handrit þeirra er Konungsbók,
skrifuð seint á 13. öld. Án efa eiga mikilvægustu eddukvæðin, Völuspá,
Grímnismál, Vafþrúðnismál og Hávamál,
sterkar rætur í heiðni.
|