Að mörgu er að hyggja þegar
menn rannsaka norræn trúarbrögð til forna og heimildir eru af ýmsu tagi. Hvaðan
kemur okkur vitneskja um trú forðfeðranna?
Ritaðar heimildir eru af margvíslegum
toga.
Rit suðrænna manna
geta veitt upplýsingar um átrúnað forfeðra okkar. Rómverski rithöfundurinn Tacitus
(200? 276) hafði fregnir af trú
germana og birtir í Germaniu, riti sínu um þetta fólk. Margt er þó
óljóst í þeim fræðum, og verður að fara af fyllstu gætni með þær heimildir.
Sama gildir um annála og króníkur enskra, franskra og írskra munka,
sem áttu um sár að binda eftir árásir víkinga og lýsa framferði þeirra og
háttum.
|