| Íslenska | ||||||||
|  Bókmenntafræðihugtök | UmhverfiMargar leiðir eru til að lýsa umhverfi og tíma í sögu. Höfundur getur sagt beint frá því hvenær saga gerist og hvað einkennir umhverfið eða látið það birtast í ummælum persóna eða störfum. Umhverfi getur verið margs konar og það fer eftir sögu á hvað er lögð áhersla. Í sumum sögum skiptir náttúran mestu máli, öðrum borgarbragur. Í sumum sögum er lögð áhersla á félagslegar aðstæður persóna, í öðrum menningarlegt umhverfi. Í sumum sögum skipta heimsatburðir miklu máli, í öðrum lifir fólk í einangruðum samfélögum. Í Hálfu andliti (Spegill, spegill ) er nákvæm lýsing á herbergi Erlu. Hvað segir það sem er í herberginu okkur um Erlu? Umhverfi breytist með tímanum. Í sveitasamfélagi er umhverfið annað en í borgarsamfélagi. Þórbergur Þórðarson (Rökkuróperan í Ég vildi ég væri) leikur sér að kjúkum og völum en nútímabarnið að Lego og tölvuleikjum. Þórbergur sem barn við leik líkir eftir sveitasamfélaginu þar sem sauðfjárbúskapur er mest áberandi en nútímabarnið endurgerir veröld bíla og véla. Sagan af Korku (Við Urðarbrunn) gerist í fjarlægri 
        fortíð. Hvað er frábrugðið okkar tíma? 
        Í hvernig húsnæði býr fólk? Hvernig 
        er það klætt? Hver eru réttindi manna? Skiptir 
        máli af hvaða stétt fólk er? Hvað einkennir 
        náttúruna? Hefur náttúran áhrif á 
        líf manna? Geta allir valið sér besta landsvæðið 
        til búsetu? Er munur á fyrri og síðari heimkynnum 
        Korku á Íslandi? Hvað er öðruvísi í 
        Danmörku? | |||||||
|  |  |  |  |  |  |  |  | |