| Íslenska | Ísl 102 • Ísl 103 • Ísl 202 • Ísl 203 | 
 
 | ||||||
| Bókalisti | Ísl
  603 | |||||||
| Námsáætlun í hljóðfræði, fyrri hluti annar ·        
    þekkja íslensk
    málhljóð  ·        
    þekkja
    algengar íslenskar hljóðkerfisreglur  ·        
    geta lesið úr hljóðritun í íslensku  ·        
    kunna að
    hljóðrita eigin framburð  ·        
    geta lýst ísl.
    mállýskum hljóðfræðilega og kunna að hljóðrita ólíkan framburð í íslensku
    eftir landshlutum  Þrjú verkefni í
    hljóðfræði verða skilaverkefni, og eru þau undir liðnum Skilaverkefni í hljóðfræði í Moodle. Vægi
    gagnvirkra prófa og skilaverkefna í hljóðfræði er 15% Vægi
    lokaprófs í hljóðfræði er 35% lokaeinkunnar Lokapróf verður í hljóðfræði við lok
    yfirferðar um miðja önn.  Tillaga
    að námsfyrirkomulagi í hljóðfræði 1. vika.  Hljóðtákn og hljóð; lesa í kennslubók um
    talfærin bls. 16 – 21, sérhljóð bls. 13 – 15 og samhljóð bls. 27 – 35.  2. vika.  Afla hljóðtákna í tölvu skv.
    leiðbeiningum á síðu áfangans og lesa í kennslubók bls. 23 – 26; um röddun
    og lengd hljóða. 3. vika.  Hljóðrita verkefni í kennslubók bls. 35 –
    37 (æfingu 41 – 48) og bera saman við lausn sem er á síðu áfangans. 4. vika.  Ljúka skilaverkefnum í hljóðfræði,
    verkefnin er að finna á síðu áfangans.  5. vika. Lesa kennslubók bls. 46 – 53, staðbundnar
    mállýskur, og gera verkefni sem er að finna á síðu áfangans og hlusta á
    hljóðglærur með hljóðrituðum mállýskudæmum. | 
| Námsáætlun í í
    setningafræði, seinni hluti annar ·        
    þekkja
    setningarhluta og þá liði sem þeir mynda  ·        
    þekkja
    algengustu liði setninga og grunnreglur sem gilda um myndun allra rétt
    myndaðra íslenskra setninga og helstu færslur setningarliða  ·        
    þekkja aðal-
    og aukasetningar og greina setningarhluta aukasetninga í aðalsetningum  ·        
    kunna
    greinarmerkjareglur og nota af leikni Tvær gagnvirkar æfingar
    eru í setningafræði og er skylda að
    taka þær, fyrsta tilraun gildir til lokaeinkunnar
    en eftir það er hægt að taka prófið eins oft og hver vill í æfingaskyni. Í
    lok annar verður hægt að sjá rétt svör.  Fjögur
    verkefni í setningafræði verða skilaverkefni, og eru þau undir liðnum Skilaverkefni í setningafræði í moodle.  Vægi
    gagnvirkra prófa og skilaverkefna í setningafræði er 15% Lokapróf verður í setningafræði skv.
    próftöflu í annarlok. Vægi lokaprófs í setningafræði er 35% lokaeinkunnar. Tillaga
    að námsfyrirkomulagi í setningafræði 1. vika.
    setningarliðir og  liðgerðarreglur
    bls. 7 – 15 (lesa rösklega!) 2 - 3. vika.
    setningarhlutar bls. 16 – 25 4 - 5. vika.
    aðalsetningar og aukasetningar bls. 26 – 42/Ljúka skilaverkefnum í
    setningafræði 6. vika.
    greinarmerki bls. 43 - 48 | 
Nemendafyrirlestrar
Í
  áfangalok er ætlunin að nemendur hafi tekið saman fyrirlestur um eitthvert
  efni í íslenskri málfræði sem Þeir hafa valið sér í samráði við kennara.
  Ætlast er til að fyrirlestrarnir verði fluttir eftir miðja önn, skilað sé handriti viku
  fyrir flutning og áheyrendur fái einhver gögn í hendur um efni
  fyrirlestursins. Lengd a.m.k.15 mín í flutningi. 
Heimildavinna fer fram á bókasafni og
  kennari og bókavörður verða til skrafs og ráðagerða. 
Eftirfarandi efnisflokkar gætu komið til geina:
 






