|  | Að gera forsíðu  gátlistiGátlisti er til að gæta að því hvort 
        eitthvað hafi gleymst. Þegar þú hefur gert forsíðuna 
        er rétt að athuga það sem hér kemur á 
        eftir.
 
        Er titillinn með stærra letri? Það er góður 
          siður að afmarka titil forsíðunnar með stærra 
          letri. Þar þarf þó að gæta hófs 
          og hafa hann í fallegum hlutföllum við annað á 
          síðunni. Er mynd á forsíðunni? Í íslensku kennum 
          við ekki hvernig setja á mynd inn á forsíðu. 
          En ef þú hefur mynd skaltu gæta þess að 
          hún sé í samræmi við efni verkefnisins.Er nafn skólans rétt skrifað? Of margir skrifa nafn 
          skólans síns rangt og liggur villan í því 
          að athuga ekki nákvæmlega hvernig orðið fjölbrautaskóli 
          er skrifað. Hvort er rétt: 
          
            Fjölbrautaskólinn við Ármúla Fjölbrautarskólinn við Ármúla Hvaða punktar finnast á forsíðunni? Er það 
          í samræmi við dæmin í Handbókinni? 
        Ekki er til siðs að hafa punkta á forsíðum 
          nema um sé að ræða dagsetningar eða skammstafanir. 
          Punktar eru ekki á eftir fyrirsögnum, ekki heldur millifyrirsögnum 
          í ritgerðum. Þegar dagar eru tölusettir er hafður punktur á 
          eftir þar sem um er að ræða raðtölu: 10 
          merkir tíu en 10. merkir tíundi. Þegar mánaðarheiti 
          er skammstafað er punktur á eftir skammstöfuninni og 
          mánaðarheitið er skrifað með litlum staf. Þannig 
          er skrifað sept. fyrir september. Skrifið 3. okt. 2002 eða 
          4. nóvember 2002 þegar þið tímasetjið 
          ritgerðir upp á dag frekar en að tölusetja mánuðinn 
          og ekki sleppa 20 á undan árinu. Dagsetningar eru langflottastar 
          þegar þær eru skrifaðar á þennan 
          hátt. Þegar ártal er haft á forsíðu eða 
          í dagsetningu á bréfi er ekki hafður punktur 
          á eftir því eins og sést í dæmunum 
          í Handbók um ritun og frágang. Í Handbókinni er sérstakur kafli um skammstafanir, 
          tölustafi og greinarmerki. Er nafn kennarans rétt? Það er sjálfsögð 
          kurteisi að svo sé. Kynntu þér hvað kennarinn 
          heitir ef þú veist það ekki nú þegar.
 |  |