Íslenska



 

Bókmenntafræði ljóða
Myndmál
Bein mynd
Líking
Persónugerving
Hlutgerving
Myndhverfing
Alleg
óría

Stílbrögð
Túlkunarþættir
Minnisblað

© Eiríkur Páll Eiríksson
Kristinn Kristjánsson
2. útg. maí 2002
1. útg. sept. 2000

Hlutgerving

Hlutgerving er að mörgu leyti andstæða persónugervingar því að þá fær það sem er lifandi eiginleika dauðra hluta. Það er líka hlutgerving þegar hið óáþreifanlega – huglæga, verður áþreifanlegt, – hlutlægt.

Dæmi um fyrrnefnt er eftirfarandi ljóð. Athugið sérstaklega hvernig skáldið hlutgerir hugtök með því að tengja þau ákvæðisorði.

Leingi var ég lokaður gluggi.

Um mig léku
í óþoli kvöldsins
mín sæla birta
og hinn svali skuggi.

Unz þeim fagnaði
opinn gluggi.

Og allir hrópuðu:

Opinn gluggi –
(Glugginn, Þorsteinn frá Hamri)

Dæmi um hið síðarnefnda er t.d. næsta ljóðbrot.

Og tunglskin hverfleikans
tollir við hendur mínar
eins og límkenndur vökvi
verðandinnar.
(Tíminn og vatnið)