Íslenska



 

Bókmenntafræði ljóða
Myndmál
Stílbrögð

Túlkunarþættir
Minni
Þema
Vísanir
Tákn

Minnisblað
© Eiríkur Páll Eiríksson
Kristinn Kristjánsson
2. útg. maí 2002
1. útg. sept. 2000

Minni

Minni er íslenskun hugtaksins mótíf sem komið er úr latínu og merkir „hvetjandi", sem kemur einhverju af stað. Hugtakið er notað til að lýsa aðstæðum eða breytni sem endurtaka sig í mannlífinu og í náttúrunni. Minnið er þannig séð hluti af byggingareiningum skáldverks líkt og hver annar efniviður er skáld heyja sér.

Alkunn sagnaminni eru t.d. í ævintýrum. Vond stjúpa, þrír bræður og þrjár systur, öskubuska, ástarþríhyrningur, kolbítur, bræðravíg, hórseka konan, kristmótíf en mörg minni má rekja til Biblíunnar. Minni er þá hlutlægt efnisatriði og sama minni má oft greina í mörgum og ólíkum skáldverkum.

Minni í ljóðum, ljóðræn minni, verður oft að túlka, þannig er vegurinn, gatan eða áin oft mótíf lífsleiðarinnar og má sjá þess dæmi jafnt í Hávamálum, mörgum ljóðum í Gegnum ljóðmúrinn t.d. Rauði steinninn, Fljótið og Langt af fjöllum og í smásögunum Maður í tjaldi og Að enduðum löngum degi. Margar myndir verða mótíf í ljóði: haf, sólarlag, haust, vor. Það er hlutverk lesanda að túlka þessi afmörkuðu mótíf og gefa þeim almenn gildi.