Íslenska



 

Bókmenntafræði ljóða
Myndmál
Bein mynd
Líking
Persónugerving
Hlutgerving
Myndhverfing
Alleg
óría

Stílbrögð
Túlkunarþættir
Minnisblað

© Eiríkur Páll Eiríksson
Kristinn Kristjánsson
2. útg. maí 2002
1. útg. sept. 2000

Bein mynd

Sumt, sem ort er, er mjög myndrænt án þess að notað sé myndmál svo sem myndhverfingar og líkingar. Er þá talað um beina mynd ef þessum hjálpartækjum myndmálsins er ekki beitt. Brugðið er upp fyrir hugskotssjónum lesanda mynd sem dregin er með frásögninni einni.

Morgnar við sjóinn í maí:
mjólkurhvítt logn um fjörðinn,
ritan að rápa um grjótið,
það rýkur frá einstaka bæ.
(Morgnar við sjóinn í maí, Hannes Pét.)

Nóttum fóru seggir
negldar voru brynjur
skildir bliku þeirra við hinn skarða mána.
(Völundarkviða)

Í Þorpinu eftir Jón úr Vör eru víða beinar myndir.