Íslenska



 

Bókmenntafræði ljóða
Myndmál

Stílbrögð
Endurtekning
Andstæður
Þversögn
Ýkjur og úrdráttur

Túlkunarþættir
Minnisblað
© Eiríkur Páll Eiríksson
Kristinn Kristjánsson
2. útg. maí 2002
1. útg. sept. 2000

Endurtekning

Eitt algengasta stílbragð sem til er er endurtekningin. Mönnum er þá oft svo mjög niðri fyrir að þeir stama á hugsuninni eða endurtaka orð og setningar til áherslu.

Orð eru endurtekin með margvíslegu móti. Orð er ef til vill tvítekið:

Tunglið, tunglið taktu mig.

Upphafsorð línu er oft tvítekið:

Dans.
Dans í sólgylltri dögg
hins söngglaða morguns.

Dans.
Dans í litríkum sölum
og laufskálum garðanna.

Dans, dans, dans.
(Danslag, Steinn Steinarr)

Runklifun er tegund endurtekninga. Þá hefjast tvær eða fleiri samfelldar ljóðlínur á sama orði.

Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur hið sama.

Endurtekningin er margvísleg.

Vonin styrkir veikan þrótt,
vonin kvíða hrindir,
vonin hverja vökunótt
vonarljósin kyndir.
(Páll Ólafsson)

Oft er lokalína ljóðs tvítekin lítt eða ekki breytt.

þau eru skuggar okkar
þau eru skuggar okkar.
(Bifreiðin sem hemlar … Stefán Hörður Grímsson)

Stígandi og tilbrigði eru tegundir endurtekninga. Hér er tilbrigði, þá eru valin samheiti til að dempa ákefðina.

á gengust eiðar,
orð og særi,
mál öll meginlig
er á meðal fóru

Stígandi er í eftirfarandi erindi.

Hjartans innstu æðar mínar
elski, lofi, prísi þig.
En hjartablóð og benjar þínar
blessi, hressi, græði mig.