Ísl 222



 

Námsáætlun

Bókalisti
Stig I
Stig II

Lestur góðra bóka

Vorönn 2002

Skipulag

Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem vilja þjálfa lestrarhraða sinn. Tilgangurinn er að njóta góðra bóka – lesa sér til ánægju. Lesnar eru stuttar og auðveldar sögur.

Kennslustundir eru ekki í stundatöflu. Kennsla fer fram í einkaviðtölum og þurfa nemendur að mæla sér mót við kennara hverju sinni með hæfilegum fyrirvara, að lágmarki eins dags. Hver nemandi velur sex verk af meðfylgjandi bókalista í samráði við kennara. Ein skáldsaga má vera þýdd. Heildarblaðsíðufjöldi bókanna 6 má ekki vera undir 700 blaðsíðum. Nemendur eiga að lesa jafnt og þétt alla önnina og einungis má gera grein fyrir einni bók í einu.

Þegar lestri hverrar bókar er lokið mælir nemandi sér mót við kennara og gerir grein fyrir því sem hann hefur lesið og gefur um leið upp nafn næstu sögu. Nemendur eiga að taka með sér punkta um efni bókar og eiga þeir að vera í samræmi við verkefnablað sem hér verður að finna eftir jól.

Nemendur geta mælt sér mót við kennara. Tímasetningar verða ákveðnar í upphafi annar.

Einkunnir í áfanganum eru S (staðið) og F (fall).

Æskilegt er að nemendur hafi gert grein fyrir fyrstu bók fyrir 20. janúar en um 20. febrúar eiga nemendur að hafa lesið og gert grein fyrir þremur bókum. Áfanganum lýkur 1. maí.

Bókalisti verður birtur fljótlega