Ísl 503



 

Ísl 503

Þyrnar og rósir
Leslisti

Verkefni
1900 – 1930
1930 – 1940
1944 – 1965
1950 – 1975
1975 – 2000

Minnispunktar

Ítarefni

Þyrnar og rósir
Sýnisbók íslenskra bókmennta á 20. öld

Árin eftir 1975
Póstmódernismi

Ljóðagerð

Verkefni: Didda

Í dag (382)

Gerðu grein fyrir táknunum „þurrkuð rós“ og „berbrjósta stafnmynd á sjóræningjaskipi“ og notkun þeirra í ljóðinu.

Öfund (382)

  • Af hverju heitir ljóðið „Öfund“?
  • „Algjörlega ólamdar og stórhættulegar“. Hvað segja þessar línur þér um ljóðmælandann? Hvað er ósagt í ljóðinu en við skynjum samt?
  • Lestu ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur, „Í einkaeign“ (403). Hvað er sameiginlegt með þessum tveimur ljóðum?

Didda: Af mér (382 – 383) og Ásta Sigurðardóttir: Gatan í rigningu (177 – 183)

Hvað er líkt og hvað ólíkt með þessum textum?

Verkefni: Elísabet Jökulsdóttir

Vopnabúrið (392)

  • Hver eru vopn konunnar?
  • Berðu sögu Elísabetar saman við ljóð Diddu með hugtakið ofbeldi að leiðarljósi (andlegt og líkamlegt).
  • Hvað veistu um álögin sem talað er um í lokin?

Gyrðir Elíasson: Samkennd (371)

Af hverju fer ljóðmælandi „gegnum svartamyrkur“? Táknar það eitthvað ákveðið?

Hvaða verur verða á vegi hans? Hvað tákna þær?

Er gott eða vont að vera „aldrei / alveg / einn“? Rökstyddu!

Skoðaðu ljóðið Bati (374). Liggja einhverjir þræðir milli þess og Samkenndar?

Sagnagerð

Verkefni: Hallgrímur Helgason

101 Reykjavík (393 – 402)

  • Hvernig er tímaskynjun í sögunni háttað? Af hverju skyldi það vera?
  • Hver er „mælikvarðinn á kvenfólk“? Hvað segir það þér um Hlyn Björn og félaga?
  • Orðaleikir, slangur og nýyrði einkenna stílinn. Finndu nokkur dæmi. Hvaða áhrif hefur þetta á textann?
  • Hvert sækir höfundur líkingar sínar?
  • Lestu ritdóma um 101 Reykjavík, t.d. í Miðlunarheftunum (des. 1996, jan. 1997) og ritdóm Eiríks Guðmundssonar í TMM (2:97, 113 119: „Þar er þér rétt lýst“.
  • Skoðaðu einnig viðtöl við Hallgrím og blaðagreinar eftir hann og myndaðu þér skoðun á þessum fjölhæfa listamanni. Hefurðu skoðað heimasíðu hans?
  • Hvernig manngerð er Hlynur? Hvernig er sambandi hans við annað fólk háttað?
  • Skoðaðu bókarkápuna. Hvaða tenging er milli hennar og sögunnar? Bókin skiptist í þrjá hluta, hvað heita þeir (ath. númerin)?
  • Er 101 Reykjavík þjóðfélagsádeila? Rökstyddu!
  • Hvaða póstmódernísku einkenni er að finna í sögunni?
  • Berðu saman hina ólíku miðla, bók og kvikmynd. Hvað er með í myndinni og hverju er sleppt? Hverju er breytt og af hverju skyldi það vera?

Verkefni: Sigfús Bjartmarsson

Minkurinn (308-315)

Eru persónur í þessari sögu?

Finndu þá staði í sögunni sem lýsa því hvað minkurinn er styggur. Eru þetta sannfærandi lýsingar?

Finndu þá staði í sögunni þar sem minknum er líkt við geðbilaðan fjöldamorðingja.

Finndu þá staði í sögunni þar sem minknum er líkt við eiturlyfjasjúkling.

Hvað veistu um loðdýrarækt á Íslandi?

Lýstu því þegar forfaðir villiminkanna slapp úr búrinu sínu.

Hvað er það sem réttlætir það að minkurinn sé kallaður fjöldamorðingi?

Hvað hefur minkurinn sér til málsbóta? Skoðaðu endinn sérstaklega í þessu samhengi.

Skoðaðu eftirfarandi andstæður. Hvað kemur fram um þær í sögunni?

  • villtur taminn
  • frelsi ófrelsi
  • samúð andúð

Verkefni: Bragi Ólafsson

Þriðja staupið (384)

  • Berðu saman sögu Braga og „Barn í baði“ (392) eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Er þema þeirra svipað? En frásagnarhátturinn?
  • Í Kaldaljósi eftir Vigdísi Grímsdóttur (366-370) upplifa börn líka dauðann, hvað er frábrugðið við þá upplifun miðað við tvær áðurnefndar sögur?
  • Hvað gerðist í lok sögunnar? Hverjum er það að kenna? Rökstyddu!
  • Ábyrgð, dauði, sekt: fjallaðu stuttlega um þessi hugtök út frá sögunni (150 orð!).
  • Hver er ytri og innri tími sögunnar?

Gerður Kristný: Kona með stól (405 – 407)

  • Hvað finnst þér um fyrstu efnisgrein sögunnar? Ertu sammála þessum fullyrðingum?
  • Hver er afstaða þín til fólks eins og Maju? Er sögumaður fordómalaus?
  • Eru sögulokin tvíræð að einhverju leyti?

Guðrún Eva Mínervudóttir: Ég leyfi þér ekki að grafa nefið ofan í einhverja vísindaskáldsögu (408 – 410)

  • Hvað einkennir stúlkuna? En piltinn?
  • „Fólk eins og hún fyrirlítur þá sem leyfa ekki lífinu að koma sér á óvart“ (408).
  • Hvað er átt við með þessari setningu? Hvernig tengist hún stúlkunni / sögunni?
  • Hvað segir þú um samtalið bls. 409-410. Er það rétt sem hún / hann segir um íslenska karlmenn?
  • Hvert er þema sögunnar? Rökstyddu!

Kristín Ómarsdóttir: Stelpa (378 –379)

  • Hvað er eftirtektarvert við stíl sögunnar?
  • Hvernig koma logn, reiðhjól og hríðarbylur við söguna?
  • Finndu dæmi um persónugervingar og líkingar.
  • Hvað hrjáir stelpuna?
  • Sagan hefst eins og ævintýri. Hvaða fleiri tengingar eru við ævintýrin?
  • Eiga sögur Gerðar, Guðrúnar Evu og Kristínar eitthvað sameiginlegt?