Ísl 503



 

Ísl 503

Þyrnar og rósir
Leslisti

Verkefni
1900 – 1930
1930 – 1940
1944 – 1965
1950 – 1975
1975 – 2000

Minnispunktar

Ítarefni

Þyrnar og rósir
Sýnisbók íslenskra bókmennta á 20. öld

Aldamótaljóð, nýrómantík og nýjungar í ljóðagerð
1900 – 1930 + einhver ár

Munið eftir að lesa stílfræðina ef þið skiljið ekki einhver hugtök

Yfirlitsverkefni

Settu upp fjóra dálka og skrifaðu tímabilin 1900 – 1930, 1930 – 1950, 1950 – 1975 og 1975 – 2000 efst. Skrifaðu nöfn þeirra höfunda 20. aldar sem koma upp í hugann og tengdu við hvert tímabil. Hvaða dálkur verður lengstur hjá þér? Þetta verkefni er gott að gera með reglulegu millibili.

Samanburðarverkefni

Lestu ljóðið „Bati“ á 374. bls. og „Til fánans“ 16. bls., eitt elsta og yngsta ljóð bókarinnar. Berðu ljóðin saman. Gerðu grein fyrir því hver þér finnst vera meginmunurinn á þessum kvæðum hvað varðar: a) form, b) efni, c) myndmál og d) tjáningarhátt.

Samanburðarverkefni

Davíð Stefánsson og Didda

  • Hvers kyns er mælandinn í ljóðinu „Komdu“, „Óráð“ og „Konan sem kyndir ofninn minn“ (48 – 53). ´
  • Ákveðnar kvenmyndir birtast í þessum þremur ljóðum Davíðs. Hvað einkennir þær?
  • Berðu kvenmyndir Davíðs saman við konuna í ljóðum Diddu, „Í dag“ og „Öfund“ (382). Hvað er ólíkt?
  • Hvernær eru ljóðin ort?

Nokkur lykilorð um nýrómantík

  • Áhersla á formið – fágun, fullkomnun.
  • Samþjöppun efnis, svipmyndir, stórir drættir, myndræn framsetning.
  • Tákn og vísanir.
  • Fjandsamleg náttúra.
  • Leit að samastað eða fyrirheitnu landi.
  • Togstreita milli holds og anda.
  • Jarðnesk, banvæn ást.
  • Frelsisþrá, frelsisleit, frelsi einstaklingsins.
  • Óheftar tilfinningar.
  • Nautn augnabliksins, nútíminn, núið.
  • Óreiða, tilgangsleysi.
  • Bölsýni.
  • Heimshryggð.
  • Dauðabeygur, feigð.
  • Guðleysi, Guð er dauður – ofurmennisdýrkun.
  • Sálarlíf – innsæi, táknsæi.

Verkefni

Þegar þið lesið nýrómantísk ljóð skuluð þið athuga hvort þið finnið einkennin að ofan í ljóðunum. Athugið sérstaklega vel myndmál og tákn.

Verkefni

Berðu saman „Óráð“ Jóhanns Gunnars Sigurðssonar (27) og „Óráð“ Davíðs Stefánssonar (50).

Verkefni: Hulda

Haukurinn (19)

  • Hvers konar tákn er haukurinn? Hvað getur hann sem aðrir geta ekki?
  • Hvernig er hægt að túlka síðasta erindið? Hvað langar mælanda ljóðsins?

Verkefni: Hulda

Ljáðu mér vængi (18)

  • Fyrstu tvær línur ljóðsins eru í gæslalöppum. Ástæðan er sú að þetta er úr þjóðkvæði. Hvernig notar höfundur sér línurnar til að lýsa löngun mælandans í öllu ljóðinu?
  • Hvað langar mælanda ljóðsins? Hvers vegna getur ekki sá draumur ræst?

Verkefni: Jóhann Sigurjónsson

Strax eða aldrei (31)

1) Lýstu viðhorfinu sem almennt felst í orðunum „strax eða aldrei“.
2) Gerðu stutta grein fyrir myndmálinu í ljóðinu og notkun tákna.
3) Athugaðu vel orðavalið í ljóðinu. Hvaða orð höfða beint til skynjunar, hvaða orð eru fremur hugmyndalegs eðlis? Að hvaða leyti skera lýsingarorðin „glófagur“ og „gullroðinn“ sig úr? Eru þau eingöngu eins konar skraut eða hafa þau dýpri merkingu? Gætu kannski einhver önnur lýsingarorð komið í stað þeirra?
4) Finnst þér ljóðið sannfærandi?
5) Gætir áhrifa frá ofurmennishugmyndum Nietzsches í ljóðinu? Rökstyddu!

Bikarinn (30)

  • Hver er yfirborðsmynd ljóðsins?
  • Hvaða mynd er dregin upp í fyrsta erindi?
  • Hvaða stílbragð er einkennandi fyrir annað erindið?
  • Hvernig er myndhverfingin í síðasta erindinu?
  • Eru tákn í ljóðinu?
  • Er hægt að finna nýrómantísk eða módernísk einkenni í ljóðinu?

Verkefni: Jóhann Sigurjónsson

Sorg (32)

  • 1. erindi: Hvernig var hin fallna borg áður fyrr? Hvaða líkingar og myndhverfingar koma þar fyrir? Hvert eru þær sóttar?
  • Finndu öll orð í ljóðinu sem tengjast birtu og ljósi.
  • Finndu öll orð í ljóðinu sem tengjast myrkri og drunga.
  • Hvað á skáldið við með orðunum „jóreykur lífsins“?
  • Hverjir eru hinir gylltu knettir?
  • Hvað táknar rauði drekinn?
  • Hvað er skáldið að syrgja? Rökstyddu!

Verkefni: Davíð Stefánsson

Krummi (49)

  • Lýstu stuttlega hvernig endurtekningar eru notaðar í ljóðinu.
  • Hvernig fugl er krummi?
  • Hvaða fuglar eru algengir í ljóðum? Nefndu a.m.k. þrjá!
  • Hvað tákna þeir?
  • Hvað táknar krumminn?

Verkefni: Sigurður Nordal og Hulda

Hel (54), Fuglinn í fjörunni (20)

  • Hvert er inntakið í þessum textum?
  • Er eitthvað líkt með þeim?
  • Bentu á einkenni prósaljóðs í textunum.
  • Bentu á nýrómantísk einkenni.

Verkefni: Sigríður Einars

Nótt (92)

Finnið líkingar og persónugervingar í prósaljóðinu.

Sagnagerð

Verkefni: Jón Trausti

Anna frá Stóruborg (37-42)

Berðu saman Önnu frá Stóruborg og Þóru í Hvammi (í Dalalífi, bls. 155). Hvað er líkt og hvað ólíkt? Önnur kvenlýsingin er eftir karl, hin eftir konu. Hefur það áhrif?

Verkefni: Þórbergur Þórðarson

Bréf til Láru

1. Hvernig lýsir Þórbergur sjálfum sér? Hvaða eiginleika telur hann sér til kosta? Hvaða eiginleikar hans eru „neikvæðir“?
2. Hverja og hvað gagnrýnir hann?
3. Finndu dæmi um myndmál og stílbrögð í textabrotinu. (Þú getur t.d. leitað að endurtekningum, ýkjum, upptalningu, líkingum, persónugervingum og mótsögnum. Sjá stílfræðina.)
4. Bentu á dæmi um háð (íróníu).
5. Hvernig er best að lýsa spennunni milli gamans og alvöru í textanum?

 

Halldór Laxness:

 

Alþýðubókin

 

1. Hvað er það í fari Íslendinga sem Halldór Laxness gagnrýnir og telur að betur mætti fara?

2. Hvaða aðferð beitir hann til að ná athygli og tilætluðum áhrifum?

 

3. Hver er helsta niðurstaða gagnrýnandans?