Ísl 503



 

Ísl 503

Bókmenntasaga
1900 – 1930
1930 – 1950
1950 – 1975
1975 – 2000

Minnispunktar

Ítarefni

Bókmenntasaga 20. aldar

Fjögur tímabil

I. 1900 – 1930

Borgarmenning í vöggu

Ýmsar ytri aðstæður sem hafa áhrif á þessum tíma:

  1. Háskóli stofnaður
  2. Íslenskur ráðherra 1904
  3. Ísland fullvalda ríki 1918
  4. Fyrri heimsstyrjöldin 1914 – 1919
  5. Framfarir í skipaútgerð
  6. Gamla bændasamfélagið breytist. Flutningar úr sveitum til bæja
  7. Uppgangstímar í þjóðfélaginu og bjartsýni ríkjandi
  8. Stjórnmálaflokkar myndast

Skáldsagnahöfundarog leikrita í byrjun aldarinnar

  • Einar Kvaran skrifar skáldsögur sem gerast í Reykjavík. Borgaralegt raunsæi.
  • Jón Trausti skrifar sveitasögur.

Báðir voru vinsælir skáldsagnahöfundar og mikið lesnir allt þetta tímabil.

Halldór Laxness skrifar fyrstu sögur sína. Gunnar Gunnarsson skrifar á dönsku og nær miklum vinsældum í Danmörku og Þýskalandi. Á sama tíma skrifar Jóhann Sigurjónsson leikrit sín líka á dönsku og nær einnig miklum vinsældum. Báðir höfundar fljótlega þýddir á íslensku.

Aðaleinkenni tímabilsins
Nýrómantík, einkum í ljóðagerð

Nýr andi í nýrómantík 1918/1919. Þá koma Halldór Laxness, Stefán frá Hvítadal, Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson fram með sínar fyrstu bækur.

Ýmsar nýjungar í ljóða- og sagnagerð á þriðja áratugnum

Tilraunir með form og efni.

  • Sigurður Nordal. Fornar ástir (Hel)
  • Jón Thoroddsen. Flugur
  • Þórbergur Þórðarson. Hvítir hrafnar og Bréf til Láru
  • Halldór Laxness. Vefarinn mikli frá Kasmír
  • Hulda, prósaljóð
  • Jóhann Sigurjónsson. Sorg
  • Jóhann Jónsson. Söknuður
  • Halldór Laxness. Únglíngurinn í skóginum

Margir telja Sorg fyrsta nútímaljóðið og fyrsta móderníska ljóðið ásamt Söknuði.

 

II. 1930-1950: Kreppuár að köldu stríði

Þetta tímabil er oft kennt við félagslegt raunsæi.

1.Kreppa 1930-1940. Atvinnuleysi, fátækt,

Róttækni.

2.Síðari heimsstyrjöldin 1939-1945. Hernám.

3.Lýðveldisstofnun 1944.

4. Keflavíkursamningur 1946, innganga í NATO 1949.

5.Eftirstríðsár. Ótti við kjarnorkusprengju

og atómstríð. Leiðir til kalda stríðsins.

· Róttækar bókmenntir, sérstaklega á fjórða áratugnum.

· Félag byltingarsinnaðra rithöfunda stofnað. Ársritið Rauðir pennar.

· Halldór Laxness skrifar Sölku Völku, Sjálfstætt fólk, Heimsljós, Íslandsklukkuna og Atómstöðina.

· Róttækir, félagslegir smásagnahöfundar: Halldór Stefánsson og Ólafur Jóhann Sigurðsson.

· Jóhannes úr Kötlum:

Ég læt sem ég sofi, 1932

Samt mun ég vaka, 1935

· Steinn Steinarr: Rauður loginn brann, 1934.

· Önnur stefna (hefð og nýklassík): Davíð Stefánsson og Tómas Guðmundsson.

· Ættjarðarkveðskapur, 1944-52.


III. 1950-1970: Kalt stríð, stúdentaóeirðir

Ytri aðstæður einkennast af umbrotatímum:

1.Kalt stríð milli austurs og vesturs

(sjá SLL, bls. 83).

2.Stúdentauppreisnir 1968 og minnihlutahópar taka að berjast fyrir réttindum sínum (jafnrétti, kvenréttindi, kynþættir).

3.Módernismi í ljóðagerð í upphafi tímabilsins (1945-1955).

Hámark deilna 1952.

4.Módernismi í sagnagerð undir lokin

(1965-1970).


IV. 1970-2000: Frá stúdentauppreisn til aldarloka

Stundum talað um nýraunsæi milli 1970-80 og póstmódernisma e. 1990.

Ytri aðstæður

1.Áhrif frá stúdentauppreisninni í París á áttunda áratugnum. „Hippar“.

2.Kvennabarátta - kvennafrídagurinn 1975.

3.Fjölmiðlasprenging e. 1980.

4.Tilhneiging til meiri sérhyggju í þjóðfélaginu, annar lífsstíll. „Uppar“.

5.Milli 1970 og 1980 er tilhneiging til róttækni. Raunsæjar bókmenntir, þjóðfélagsleg ádeila, kvennabókmenntir. Ljóð oft opin og auðskilin. Talmál, slangur og slettur.

6.Eftir 1980 verða ljóð oft „innhverfari“ og persónulegri. Ljóðin fjalla meira um einstaklinginn.