Ísl 503



 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísl 503

Þyrnar og rósir
Leslisti

Verkefni
1900 – 1930
1930 – 1940
1944 – 1965
1950 – 1975
1975 – 2000

Minnispunktar

Ítarefni

 

 

Þyrnar og rósir
Sýnisbók íslenskra bókmennta á 20. öld

Bókmenntir um miðja öld
Módernismi 1950 / 1965 – 1975

Munið eftir að leita í stílfræðina ef þið skiljið ekki einhver hugtök

Undanfararnir

Verkefni: Steinn Steinarr

Tíminn og vatnið (103)

Lestu ljóðabálkinn vel og hugaðu að hljómi orða. Skoðaðu myndmál ljóðsins. Athugaðu hefðbundin einkenni eins og rím og ljóðstafi. Og veltu fyrir þér hvað er módernískt í ljóðinu?

Einstök ljóð í Tímanum og vatninu

Ljóð með heitnu II

1. Hér er huglægu líkt við hlutlægt og síðan því hlutlæga við huglægt á ný. Líking ræður ríkjum. Útskýrðu þetta.

2. Hér er persónugerving áberandi ásamt líkingu. Útskýrðu.

3. Fjórar ósamstæðar myndir? Sjáðu myndirnar fyrir þér.

4. Fyrst tvær "einfaldar" myndir. Sérkennileg litanotkun. Svo eitt erindi með kaldhæðri íróníu Steins. Hvernig er hægt að túlka ljóðið og þá einkum síðasta erindi ljóðsins með hliðsjón af þeim tveimur fyrri?

5. Ekki sérstaklega bjartsýnt ljóð eða hvað? Hvaða tilfinningu er mælandinn að lýsa og hvernig birtast þær í myndmálinu?

6. Í fyrsta erindi er myndhverfing áberandi. Í öðru og þriðja erindi er persónugerving og líking. Hvers konar lífstilfinningu eða upplifun birtir ljóðið?

Verkefni: Jón úr Vör

Vetrardagur (165)

Síðasta erindi er á vissan hátt endurtekning á því fyrsta. En hvað er öðruvísi?

Vegur er algengt tákn fyrir lífshlaupið. Og brekkur geta táknað erfiðleika. Hvers vegna er vegurinn svellaður í byrjun og lokin og hvers vegna ganga þeir á vegbrúninni í fyrsta erindi en á miðri götu í því síðasta?

Nútímaljóðskáld notfærðu sér oft grafískt útli til að undirstrika áhersluatriði líkt og eldri skáld notuðu rím, ljóðstafi og hrynjandi. Þetta birtist sterkast í fjórða til sjötta erindi. Skoðaðu það.

Hvers vegna breytist drengurinn úr litlum kút í smávaxinn mann í lok ljóðsins?

Kolavinna

Mælandinn í Þorpinu er oft eldri maður sem rifjar upp æsku sína í sjávarþorpi þar sem hann ólst upp hjá fóstra sínum og ávarpar hann sitt yngra sjálf með persónufornafninu þú. Hversdagsleikinn er ráðandi. Fólkið býr við bág kjör, stritar, en yfir lífinu er ákveðin hógværð, fegurð og virðing. Hvernig birtist þetta í Kolavinnu?

Ekki er mikið myndmál í Þorpinu. En nokkrum myndum bregður fyrir í Kolavinnu. Hverjar eru þær og nú er fyrst og fremst spurt um líkingar og persónugervingar?

Módernistar / atómskáld

Verkefni: Sigfús Daðason

II (189)

  • Hvers vegna segir mælandinn sífellt færri orð? Hvernig fellur þetta að auglýsinga- og kjaftasamfélagi nútímans þar sem orð eru í sífelldri gengisfellingu?
  • Berðu ljóð Sigfúsar, „II“, saman við ljóð Þuríðar Guðmundsdóttur, „Orð“ (332 – 333). Hvað er líkt og ólíkt með þessum ljóðum?

Verkefni: Hannes Sigfússon og Stefán Hörður Grímsson

Skoðaðu ljóð Hannesar Sigfússonar, „III“(171-172) og ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, „Svartálfadans“ (175). Hvað er sameiginlegt með þessum ljóðum? – Þetta eru torskilin kvæði en gott að reyna sig á þeim.

Verkefni: Stefán Hörður Grímsson

Vetrardagur 175

Þetta er gott ljóð til að skoða myndmál samanber stílfræðina. Persónugervingar og myndhverfingar eru ráðandi. Skráðu þær niður. Sjáðu fyrir þér vetrardaginn og veltu fyrir þér hvort lokaerindið feli í sér víðtækari merkingu.

Enn þjóðleg rómantík þrátt fyrir módernisma, hefðbundin yrkisefni en endurnýjun forms víða fyrir áhrif módernismans

Verkefni: Jón Helgason

Í vorþeynum (129)

Hvað táknar „hafrekið sprek á annarlegri strönd“ í ljóðinu?

  • Hvað tákna „krækilyng“ og „gamburmosi“ og „aldintré með þunga og frjóa grein“?
  • Hver er „hinn rammi safi“?
  • Skýrðu merkingu lokalínanna.

Það var eitt kvöld (130)

Berðu ljóðið saman við ljóð eftir Guðmund Böðvarsson sem heitir „Rauði steinninn“ (124). Rökstyddu að ljóðin tvö hafi sama þema.

Verkefni: Snorri Hjartarson

  • Nefndu dæmi um litanotkun í „Þjóðlagi“. Hvernig tengjast litirnir anda kvæðisins?
  • Segðu í nokkrum orðum frá því um hvað „Þjóðlag“ er (túlkun). Athugaðu vel tákn og titil ljóðsins.
  • Skoðaðu ljóðið „Í kirkjugarði“ (154) og berðu saman við samnefnt ljóð Steins Steinars (102). Hvað er líkt og hvað er ólíkt?
  • Athugaðu hvort þú finnur stuðlasetningu í ljóðinu „Ég heyrði þau nálgast“, og nefndu dæmi.
  • Athugaðu stílbragðið endurtekningu. Og í hvaða sögu úr Biblíunni er vísað?

Verkefni: Hannes Pétursson (193 – 195)

Fjallaðu um myndmál og náttúru í þessum ljóðum Hannesar: „Dveljum ekki“ (193), „Bláir eru dalir þínir“ (194), „Ofan byggðar“ (195).

Hvernig er nútíð og fortíð blandað saman í Ofan byggðar?

Verkefni: Þorsteinn frá Hamri (220 – 223)

 Um hvað fjallar ljóðið „Liðsinni“?

Nefndu dæmi um háð í ljóðinu.

Berðu „Liðsinni“ saman við ljóðið „Öryggi“ (341) eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur.

Skáldsagna- og smásagnahöfundar

Verkefni: Ásta Sigurðardóttir

Gatan í rigningu 177

Sögurnar urðu myndrænni og meira um stíltilþrif sem minna á ljóðmál. Hinn boðandi tónn raunsæisins vék fyrir frjálsu flugi ímyndunarinnar og sögurnar snúast meira um hugarástand og sálarlíf sögupersónu en lýsingu á stéttarlegri stöðu hennar. Hvernig á þetta við sögu Ástu?

Verkefni: Svava Jakobsdóttir

Í draumi manns (334-339)

Framlag Svövu til nútímabókmennta á sjöunda áratugnum og síðar var ekki hvað síst að skrifa blanda saman femínísku sjónarhorni og furðusögum. Konan er oftast miðpunktur sögunnar og til að fá lesandann til að hugsa er atburðarásin blandin furðum.

Hvernig túlkar þú:

  • húsgögnin í stíl Loðvíks fjórtánda?
  • japönsku mottuna og hljóðfærið?
  • klæðnað eiginkonunnar í anda 1001 nætur?
  • rykið?
  • brúðarkjólinn?

Hvernig túlkar þú niðurlag sögunnar?

Hvert er hlutverk móðurinnar í sögunni?

Berðu saman væntingar brúða og brúðguma til hjónabands í sögu Svövu og sögu Ólafar á Hlöðum, „Hjálpinni“ (33 – 35). Hvernig er brúðkaupskvöldinu / -nóttinni lýst í þessum sögum?

Verkefni: Jakobína Sigurðardóttir

Lífshætta (262 – 266)

  • Mælandinn og gesturinn hafa breyst. Lýstu Stínu og Önnu og ólíkum lífsviðhorfum þeirra. Hvor hefur breyst meira og á hvaða veg?
  • Jakobína var vel þekkt sem andstæðingur hers á Íslandi. Hvernig birtist það í sögunni? Og í hverju felst lífshættan?
  • Hvers vegna er mælandi sögunnar svona óöruggur? Hvers vegna finnst henni verra að eiginmaðurinn er ekki til staðar?
  • Lýstu frásagnarhætti sögunnar.
  • Hver er boðskapur sögunnar?