Íslenska
 

 

Efnisgreinar
Greinaskil
Línubil
Klippa, líma og afrita
Að skoða texta
Forsíða

Ritun

Í skóla þurfa nemendur að skila margvíslegum verkefnum og ritgerðasmíð er mikilvægur hluti námsins. Í FÁ leggjum við áherslu á ritun. Við viljum að nemendur þjálfist í að skrifa ólíkar tegundir af texta, skilji að vissar reglur liggja að baki því sem verið er að semja en jafnframt sé mikilvægt að hafa persónulegan stíl, láta sína eigin rödd hljóma. Við viljum að nemendur eigi auðvelt með að tjá sig í rituðu máli.

Þegar texti er ritaður er gott að hugsa út frá efnisgreinum. Efnisgreinar eru afmarkaðar með greinaskilum. Við greinaskil hefst ný efnisgrein, ný áhersla, ný hugsun. Gætið því vel að því hvenær og hvernig greinaskil eru sett.

Öllum ritgerðum á að gefa fyrirsögn og á fyrirsögn að vera lýsandi fyrir innihald verksins. Ef skrifað er um bók á nafn bókarinnar ekki að vera fyrirsögnin. Ef notaðar eru millifyrirsagnir eiga þær líka að gefa til kynna um hvað er fjallað. Ekki á að nota millifyrirsagnirnar inngangur, meginmál og lokaorð. Í styttri ritgerðum eru millifyrirsagnir oft óþarfar.

Munið að frágangur skiptir miklu máli. Notið 12 punkta Times New Roman eða Arial letur og hafið eitt og hálft línubil í lokafrágangi ritgerða og verkefna. Hafið forsíðu í öllum ritgerðum sem eru tvær blaðsíður eða lengri, fyrirmynd er í Handbók um ritun og frágang.