Ísl 503



 

Ísl 503

Þyrnar og rósir
Leslisti

Verkefni
1900 – 1930
1930 – 1940
1944 – 1965
1950 – 1975
1975 – 2000

Minnispunktar

Ítarefni

Þyrnar og rósir
Sýnisbók íslenskra bókmennta á 20. öld

Vandamál líðandi stundar II. hluti
Ættjörðin, lýðveldið, herinn

Munið eftir að lesa stílfræðina ef einhver hugtök eru óljós

Til minnis:
Ísland verður lýðveldi 1944. Keflavíkursamningurinn er gerður 1946. Ísland gengur í Nató 1949. Hermenn koma aftur til landsins 1951 vegna Kóreustríðsins.

Verkefni: Jóhannes úr Kötlum og Hulda

Íslendingaljóð 17. júní 1944 og Hver á sér fegra föðurland

  • Berðu ljóðin saman.
  • Bentu á einkenni þjóðernisástar í ljóðunum.
  • Hvernig er landinu lýst í ljóðunum?
  • Hvernig kemur nýfengið sjálfstæði þjóðarinnar fram í ljóðunum?
  • Bentu á kunnugleg einkenni hefðbundinna sjálfstæðis-/ættjarðarljóða.
  • Hvernig fjalla ljóðin um söguna?
  • Eru ljóðin lík að þínu mati?
  • Hver er bakgrunnur þessara höfunda?

Verkefni: Jón Óskar

Hermenn í landi mínu

Greindu ljóðið með tilliti til ritunartímans. Láttu koma fram: a) form, b) efni/ádeilu og c) myndmál og stílbrögð.

Verkefni: Einar Bragi og Ólafur Jóhann Sigurðsson

Haustljóð á vori og Tvö ár

  • Berðu ljóðin saman. Láttu koma fram hvernig náttúran er notuð til að endurspegla hugarfar ljóðmælanda. Bentu á endurtekningar og andstæður.
  • Hvert er efni ljóðanna? Athugaðu það með tilliti til ritunartímans.

Verkefni: Jón úr Vör

Þjóðhátíð 1954

Bentu sérstaklega á vísanir og túlkaðu ljóðið út frá þeim. Hvernig kemur það heim og saman við ritunartímann?

Verkefni: Guðmundur Böðvarsson

Völuvísa

  • Hver er það sem talar í ljóðinu? Og hvern er verið að ávarpa?
  • Endurtekning er áberandi. Á hvað er lögð áhersla í henni?
  • Hver eru skilaboðin í ljóðinu og hverjir eiga að fá þau?

Verkefni: Magnús Ásgeirsson

Síðasta blómið (144)

  • Skoðaðu bókina og myndskreytingar Thurbers (Helgafell, 1981).
  • Hvernig er umhorfs í heiminum eftir styrjöldina skv. ljóðinu?
  • Hvað getur bjargað heiminum frá glötun?
  • Hvert er tilefni styrjaldanna skv. ljóðinu?
  • Skrifaðu stuttan pistil um framtíðarsýn og heimsendaspá, bjartsýni og von með
  • vísun í ljóðið (150 orð!).
  • Hlustaðu á textann eins og Bubbi flytur hann.

Gamaldags raunsæi?

Verkefni: Guðrún frá Lundi

Dalalíf (155 164)

  • Hvað má ráða af sögunni um stöðu kynjanna á þessum tíma?
  • Hvað er það við Jón sem heillar Þóru? Hvernig „sjarmör“ er hann?
  • Lýstu hegðun þeirra hvors um sig. Hvort er grimmara? Hvaða tilfinningar krauma undir niðri?

Verkefni: Jón Trausti og Guðrún frá Lundi

Anna frá Stóruborg (37 42) og Dalalíf (155 164)

Berðu saman Önnu frá Stóruborg og Þóru í Hvammi. Hvað er líkt og hvað ólíkt? Önnur kvenlýsingin er eftir karl, hin eftir konu. Hefur það áhrif?