Ísl 503



 

Ísl 503

Þyrnar og rósir
Leslisti

Verkefni
1900 – 1930
1930 – 1940
1944 – 1965
1950 – 1975
1975 – 2000

Minnispunktar

Ítarefni

Guðmundur Böðvarsson
Völuvísa

Völuvísa sýnir vel pólitíkina sem var áberandi í íslensku ljóðum á sjötta og sjöunda áratugnum og á upphaf sitt í andstöðu við veru Bandaríkjahers á landinu. Þá ortu skáldin gjarnan um náttúruna og létu hana koma með andmæli. Annað gott dæmi er t.d. hjá Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, Tvö ár, þar sem náttúran fagnar lýðveldisstofnun í fyrra erindi en er köld og döpur vegna Keflavíkursamningsins 1946. Þetta má einnig merkja í ljóði eftir Einar Braga, Haustljóð á vori.

Þetta er nokkuð sem yngra fólk á stundum erfitt með að skilja, svo margt hefur breyst síðan. En reynið að sjá hvernig eitthvað breytist allt í einu og ákveðin samkennd grípur um sig, gleðileg eða sorgleg, eins og gerðist t.d. eftir fall Berlínarmúrsins eða t.d. 11. sept. Eins var tilfinning margra þegar allt í einu kom í ljós að herinn var kominn til að vera, mörgum fannst það væri verið að svíkja landið og þjóðina.

Í ljóðinu er vísun í Völuspá. Það má hugsa sér að mælandi ljóðsins Völuvísu eigi stutt eftir, eldri karl eða kona, og gegni hlutverki völvunnar, vilji koma þeim skilaboðum til miðkynslóðarinnar, foreldra, að hún eigi að skila til komandi kynslóðar, barna og barnabarna, að það megi ekki svíkja landið. Huldumey er landið. Og máli sínu til stuðnings vitnar mælandinn í vættirnar og náttúruna, dverga, álfa og blóm, en þau hafa sagt honum að enginn megi svíkja landið, sá sem gerir það mun þjást af samviskubiti og skammast sín fyrir verk sín er hann lítur yfir verk sín á dauðastundu.

© Kristinn Kristjánsson