Ísl 303 |
|
|||||||
EglaSvör við verkefni 1. 27. kafla1. Hvar og hvenær hefst sagan? Hvað er að gerast í Noregi á þessum tíma varðandi konungsvaldið? Svar: Í 1. kafla formála sögunnar er farið ítarlega í þessi atriði. Í 2. kafla formálans er líka góð greinargerð fyrir því hvernig sagan er byggð. 2. Athugið ættirnar tvær er að Þórólfi og Skalla-Grími Kveld-Úlfssonum standa. Hver eru helstu einkenni ættanna og hvernig birtast þau í þeim bræðrum? Svar: Hér koma sér vel skýringarnar aftan við söguna en þær byrja á 260. bls. Á 266. bls. er ættartala. Munið að Ölvir hnúfa er móðurbróðir Þórólfs og Skalla-Gríms. Hann reynir alltaf samningaleiðina. Athugið að í Þórólfi og Skalla-Grími
mætist hið tröllslega og hið mjúka, hið
ljóta og hið fagra. Úr ætt móðurinnar
kemur fegurðin og mýktin. Kveld-Úlfur er aftur á
móti hamramur, það er skiptir um ham. Faðir hans
heitir Bjálfi, skinnfeldur, og afinn heitir einnig Úlfur.
Þeir bræður Þórólfur og Skalla-Grímur
eru ólíkir útlits og einnig eru samskipti þeirra
við aðra ólík. Hið sama gerist síðan
með syni Skalla-Gríms, Þórólf og Egil.
Þórólfarnir eru meira fyrir það að vingast
við aðra og eru vinsælir meðan þeir feðgar
Skalla-Grímur og Egill hugsa minna um hvað aðrir hugsa. Svar: Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur vilja engin samskipti
eiga við hið nýja konungsvald en Þórólfur
sér þarna möguleika á frægð og fram.
Hér birtast ættareinkennin afar skýrt. Athugið
forspár Kveld-Úlfs í lok 5. kafla og í 6.
kafla. Í lok 19. kafla hnykkir Kveld-Úlfur síðan
á þessum orðum sínum. Svar: Þórólfur er vinsæll og hann er ör
sem merkir á þessum tíma örlátur. Ölvir
hnúfa, móðurbróðir hans, kynnir hann við
hirðina, hann er í víking með öðrum móðurbróður
sínum, Eyvindi lamba. Mestu máli skiptir þó
vinátta við Bárð en þegar Bárður
deyr erfir Þórólfur bæði völd og auðæfi. Svar: Hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir
að ætt og uppruni skiptir miklu máli. Faðir Hildiríðar
er ættlítill og það hefur ekkert að segja fyrir
hann þó hann hafi orðið auðugur vegna eigin getu.
Athugið að ríkur merkir á þessum tíma
voldugur. Hildiríðarsynir eru vel viti bornir en þeir
eru einnig slægir. Þau ykkar sem hafa lesið Snorra-Eddu
muna eftir því hversu slægur Loki Laufeyjarson var.
Hér er mikilvægt að taka eftir hvernig til sambands Björgólfs
og Hildiríðar er stofnað. Um er að ræða lausabrullaup,
skyndibrúðkaups, það er hjúskapar án
þess að lagavenjum sé fylgt. Rökin fyrir því
að greiða Hildiríðarsonum engan arf byggjast á
því að ekki sé um löglegt brúðkaup
að ræða. Athugið að síðar í
sögunni á hliðstæður atburður sér
stað, það er þegar Björn Brynjólfsson
og Þóra hlaðhönd koma til sögunnar. Munið
þetta þegar aftur er farið að krefjast arfs aftarlega
í sögunni og þá fyrir dóttur þeirra,
Ásgerði. Svar: Þar koma auk eigin getu bæði til mægðir
og hversu vinsæll hann er. Sífellt er minnst á hversu
örlátur hann er og hversu ríkmannlega hann heldur sig.
Afstaða Kveld-Úlfs kemur vel fram í orðum hans aftarlega
í 18. kafla þegar Þorgils leitar til hans eftir að
konungur hafði tekið skipið. Kveld-Úlfur vísar
í forspá sína um að þeir feðgar eigi
ekki eftir að bera gæfu af Haraldi konungi (lok 5. kafla). Svar: Rógur Hildiríðarsona er rakinn lið fyrir lið í formála á bls. xii xiii.
8. Hugið vandlega að persónueinkennum Haralds hárfagra og Þórólfs Kveld-Úlfssonar. Að hvaða leyti eru þeir ólíkir? Hvað einkennir þá? Svar: Svari hver fyrir sig. Svar: Þetta er að sjálfsögðu túlkunaratriði.
Hér er þó gott að hafa í huga hugtakið
ofmetnaður. Og Kveld-Úlfur varaði hann við í
5. kafla að ætla sér ekki um of og keppa ekki við
sér meiri menn án þess þó að gefa
eftir. Svar: Þetta er 27. kafli. Takið vel eftir hversu nálægt
konungi þeir feðgar höggva. Synir Guttorms falla en Guttormur
er móðurbróðir og fósturfaðir konung.
Takið einnig eftir að þeir Sigtryggur og Hallvarður
höfðu áður tekið skip Þórólf
er Þorgils gjallandi var með og Þórólfur
hafði áður ráðist á bæ þeirra
bræðra (19. kafli.). Þannig að þeir feðgar
velja ekki hvern sem er til að hefna sín. Svar: Góð skýring á brúðkaupsvenjum
eru á 270. bls. í skýringunum. Eiginmenn Sigríðar
eru Bárður, Þórólfur og Eyvindur lambi.
Bárður ákveður á dánarbeði að
hún skuli giftast Þórólfi en Haraldur konungur
að hún skuli giftast Eyvindi lamba. Við megum aldrei gleyma
að margt hefur breyst. En hvað ætli Sigríður
hafi hugsað? Karlar kvænast, fá kvonfang, en konur
giftast, eru gefnar. © Íslenskudeild FÁ / Kristinn Kristjánsson |
||||||||
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |