Egla
Verkefni 50. 57. kafla
- Skoðið vel kort og nöfn (309. bls.) og áttið
ykkur á hverjir eru valdsmenn og hvar þeir ríkja.
- Hvað merkir orðatiltækið að hasla sér
völl í 52. kafla? En í nútímamáli?
1. Athugið vel hverju norrænir menn réðu í
raun og veru á Englandi á víkingaöld. Hve útbreidd
var menning þeirra og tunga þar?
2. Hverjir svíkja sinn drottin? Veitið athygli því
sem sagt er um Aðalstein Englandskonung í 50. kafla að
hann hafi fóstrað Hákon góða, síðar
Noregskonung.
3. Rekið í stuttu máli hvernig Aðalsteinn konungur
og menn hans fengu Ólaf Skotakonung til að bíða
meðan þeir söfnuðu liði.
4. Kannið lýsingu Egils og Þórólfs og
annarra manna fyrir bardaga á Vínheiði og skoðið
vel framgöngu þeirra í bardaganum og kortið á
310. bls.
5. Berið hefnd Egils eftir bróður sinn saman við hefnd
feðganna Kveld-Úlfs og Skalla-Gríms eftir Þórólf
Kveld-Úlfsson. Hefur orðið breyting á afstöðu
Egils til Þórólfs? Rifjið upp samskipti bræðranna.
6. Sérstæð er lýsingin á Agli í
höll Aðalsteins. Lesið hana vandlega og reynið að
gera ykkur í hugarlund tilfinningar Egils er hann hefnir bróður
síns, grefur og væntir bróðurgjalda. Hvað
verður um allt silfur er Egill eignast?
7. Í kvonbænaraunum Egils eru tilfinningar enn í
fyrirrúmi. Hver kemur honum til hjálpar? Lýsið
Agli við þessar aðstæður.
8. Fyrsta utanferð Egils var viðburðarík. Takið
saman yfrirlit um helstu atburði. Hve lengi stóð dvöl
Egils ytra? Hvað er Egill gamall þegar hér er komið
sögu?
© Íslenskudeild FÁ
|