|
|
|
Egla
Verkefni 27. 49. kafla
- Hvað er fólgið í eftirfarandi hugtökum
í sögunni: ást, festar, brullaup, lausabrullaup,
mundur, bónorð, mansöngur, legorð, giftast, kvænast,
heit, festaröl, brúðkaup, brúðhlaup?
- Skoðið vel kortið af landnámi Skalla-Gríms
(bls. 291).
1. Kveld-Úlfur hefur alla forsögu um landnám í
nýju landi þótt aldrei nái hann þangað
sjálfur. Af hverju fer sérlega vel á því
í sögunni?
2. Ástarsaga Björn hölds Brynjólfssonar og Þóru
hlaðhandar Hróaldsdóttur leiðir margar persónur
inn í söguna við ýmis tækifæri. Hverjir
eru það og hvernig koma þeir við sögu?
3. Skýrið reiði Skalla-Gríms er hann kemst að
hvernig allt er í pottinn búið hjá Birni og Þóru?
4. Hverjir eru ástfangnir í sögunni og hvernig brýst
ástin fram?
5. Hvað einkennir búskap Skalla-Gríms? Hvar á
hann bú? Skoðið vandlega persónueinkenni Skalla-Gríms,
lýsið honum.
6. Æska Egils. Dragið upp mynd af Agli í æsku og
hafið í huga samskipti hans við þessar söguhetjur:
Beru mömmu Yngvarsdóttur, Skalla-Grím pabba, Yngvar
móðurafa, Þórólf bróður, Ásgerði
meyju Björnsdóttur, Brák fóstru, Grím
leikfélaga Heggsson, Þórð leikbróður
Granason og bústjóra Skalla-Gríms.
7. Þórólfur fer utan með Birni og Þóru.
Hvað er langt um liðið frá átökunum í
Noregi er leiddu til vinslita ættanna?
8. Rannsakið Gunnhildi. Skráið allar helstu kjaftasögur
um hana, dragið ekki úr slúðrinu. Gætið
vel að lokum 38. kafla er Þóra hlaðhönd deyr,
Björn kvænist á ný og Ásgerður litla
fær systur. Nú fer senn að reyna á lögmæti
hjónabanda eins og í upphafi sögu. Arfsmál í
vændum.
9. Þórólfur kemur út með gjafir úr
konungsgarði til Skalla-Gríms! Hvernig bregst Skalla-Grímur
við? Sagan af því er einhvers konar táknsaga.
Hvernig má túlka hana?
10. Fátt var með Agli og Þórólfi,
segir í 41. kafla, en Egill var fylgjusamur Arinbirni Þórissyni.
Skýrið þetta.
11. Atleyjarförin. Hver andskotinn gengur að Agli? Hví
lætur drengurinn svo? Rekið gang mála og skoðið
vandlega hvernig sættir nást og hver kemur þeim á.
Gætið einkum að orðum konungs um Egil við Þóri
hersi í lok dóms og sáttargjörðar.
Skoðið vísur 8, 9 og 10 vandlega.
12. Egill í víking. Egill er margbreytilegur karl, fljótur
að skipta skapi og leynir ekki tilfinningum sínum þótt
ekki hafi hann yfirleitt mörg orð um þær. Hvað
einkennir Egil í hverri ferð? Hvernig tjáir hann tilfinningar
sínar og hvaða kenndir er hann að láta í
ljós. Ferðirnar eru: Á Kúrlandi í
víking, hernaður í Lundi og á Hallandi hjá
jarlsdóttur. Allir vita að sjálfsögðu
hvar þessir staðir eru.
13. Enn skilja leiðir Mýramanna og konungsættarinnar
með fullum fjandskap. Hvað veldur? Hvað er nú til ráða?
© Íslenskudeild FÁ
|
|
|