Ísl 303



 

Ísl 303

Egils saga
1. – 27. kafli
27. – 49. kafli
50. – 56. kafli
57. – 59. kafli
60. – 68. kafli
69. – 78. kafli
79. – 90. kafli

Egla
Verkefni 79. – 90. kafla

Þá nálgast sögulok. Við höfum fylgst með Agli fjórum sinnum úr landi til að reka erindi sín en nú er komið að því að hann glím við þunga fangvinu Þórs en þannig kennir Egill Elli kerlingu í einni vísna sinna. Þá glímu vinnur víst enginn, jafnvel þótt barist hafi maður einn við átta og ellefu tvisvar. Um Egil segir svo eftir að hann lét af ferðum:

„Egill bjó að Borg langa ævi og varð maður gamall en ekki er getið að hann ætti málaferli við menn hér á landi. Ekki er sagt frá hólmgöngum hans eða vígaferlum síðan er hann staðfestist hér á Íslandi.“

1. Sonatorrek og Arinbjarnarkviðu yrkir Egill eftir að hann hættir ferðum. Hvert er tilefni kvæðanna? Hvað merkir fyrrnefnda kvæðisheitið? Festið ykkur vel í minni aðdraganda þess að Egill yrkir Sonatorrek og hlut Þorgerðar að því máli.

2. Rifjið upp hver eru börn og tengdabörn Egils og Ásgerðar, þau er við sögu koma.

3. Í kafla 81 segir frá falli Arinbjarnar. Rifjið upp ævi hans og ætt, hugleiðið völd hans og embættisframa. Hvaða verðug laun hlýtur Arinbjörn vegna vináttu sinnar við Egil?

4. Kannið lýsingu Þorsteins Egilssonar í kafla 82 og í lok 87. kafla. Hverjum líkist hann helst af Mýramönnum? Hver er kona hans? Kannið ætt hennar. Þau hjón áttu 10 börn. Hver þeirra eru þekkt?

5. Af hverju flyst Egill að Mosfelli eftir andlát Ásgerðar? Hver bjó þar?

6. Þá kemur að Önundi sjóna en hans var oft getið er Egill var í fjórðu ferð sinni utanlands. Synir þessara forn- og hollvina, Egils og Önundar sjóna lenda í heiftarlegri landamerkjadeilu. Stakksmýrin, Borgarmegin við Háfslæk er ásteytingarsteinninn og Steinar Sjónason sést ekki fyrir í kappi sínu enda hefur sjálfsagt enginn forvitur maður varað hann við að etja kappi við sér meiri menn. Kunnið skil á þessari deilu. Skýrið hvers vegna Egill kveður upp jafn þungan dóm og raun ber vitni á vorþingi gegn gömlum æskuvini og vopnabróður.

7. Áður en Egill er allur ráðstafar hann silfri sínu. Er hægt að skýra gerðir hans? Munið að Þórdís var í mestum metum allra barna hans.

8. Hvert varð banamein Egils Skalla- Grímssonar? Hvar var hann heygður? En grafinn?