| Íslenska | ||||||||
|  Bókmenntafræði 
          ljóða 
           Stílbrögð Túlkunarþættir Minnisblað © Eiríkur Páll Eiríksson Kristinn Kristjánsson 2. útg. maí 2002 1. útg. sept. 2000 | PersónugervingPersónugerving er það nefnt þegar alls kyns fyrirbærum, 
        úr heimi náttúrunnar eða hugans, er gefið 
        líf og látin birtast eins og gerendur. Oftast er um tvenns 
        konar persónugervingu að ræða: Ýmis hugtök 
        eru gerð að lifandi persónum t.d. ást, dauði, 
        fátækt og ýmsum fyrirbærum í náttúrunni 
        eða veruleikanum er gefið líf og nefnist slík persónugerving 
        stundum sálgæðing. Oft koma persónugervingar fram sem hluti af myndhverfingu. Næstu tvö dæmi eru um slíkt og það eru þau fyrirbæri sem krefjast túlkunar sem eru myndhverfð. 
 En persónugerving getur einnig verið einföld í sniðum, þá er ekki gengið eins langt í yfirfærðri merkingu og myndhverfingin gerir. Hér er t.d. túlkunar tæpast þörf. 
 Eins og áður sagði getur persónugervingin verið hluti myndhverfingar og í eðli sínu er hún líkingamál. Hér fylgir dæmi um sálgæðingu og tengslin við líkingu leyna sér ekki. 
 | |||||||
|  |  |  |  |  |  |  |  | |