| Íslenska | ||||||||
|  Bókmenntafræði 
          ljóða 
           Stílbrögð Túlkunarþættir Minnisblað © Eiríkur Páll Eiríksson Kristinn Kristjánsson 2. útg. maí 2002 1. útg. sept. 2000 | AllegoríaÞetta er sérstakt framsetningarform sem byggir á 
        svipuðum grunni og myndhverfð orðtök hvað snertir 
        bókstaflega og yfirfærða merkingu. Allegorían 
        er í senn líkinga- og táknmál, eitt er sagt 
        en annað meint. Slík verk eru þannig á tveim sviðum, 
        öðru huglægu en hinu hlutlægu. Það er hið 
        huglæga svið verksins er krefur lesandann um túlkun. 
        Hvort merkingarsvið stendur sjálfstætt og stundum fer 
        hinn allegoríski undirtónn verks fram hjá lesanda. Þekkt allegorísk verk eru t.d. ljóðið Rauði steinninn eftir Guðmund Böðvarsson í Gegnum ljóðmúrinn á bls. 165, Animal Farm eftir Orwell, dæmisögur Jesú, dýrasögur Þorgils gjallanda og Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur. | |||||||
|  |  |  |  |  |  |  |  | |