| Íslenska | ||||||||
|  Bókmenntafræði 
          ljóða 
           Stílbrögð Túlkunarþættir Minnisblað © Eiríkur Páll Eiríksson Kristinn Kristjánsson 2. útg. maí 2002 1. útg. sept. 2000 | LíkingLíking er fólgin í því að einhverju 
        er líkt við eitthvað annað til skýringar og 
        glöggvunar; hárið er svart eins og hrafnsvængur. 
        Þá er gert ráð fyrir að lesandinn þekki 
        til þess fyrirbæris sem líkt er við og sjái 
        t.d. betur fyrir sér háralitinn, sem er svartur eins og 
        liturinn í blásvörtum fjöðrum hrafnsins. Þegar 
        orðin eins og, líkt og, áþekkt 
        eða önnur svipuð fylgja með eru líkingarnar oft 
        nefndar viðlíkingar. Greint er milli þriggja liða 
        líkingar. Fyrst er kenniliður, orðið sem lagt 
        er til grundvallar (hárið), þá kemur tengiorð 
        (eins og) og loks myndliður, viðmiðið, fyrirbærið 
        sem líkt er við og vísað til (hrafnsvængur). Líkingar geta auðvitað verið hversdagslegar, einkum ef þær verða hluti af algengu talmáli vegna tíðrar notkunar. Hann stendur eins og þvara er orðið svo venjulegt talmál að flestir eru trúlega hættir að veita eftirtekt hinni myndrænu merkingu sem í líkingunni felst en þvara merkir sleif. Þess vegna leitast skáldin við að skapa ferskar og óvenjulegar líkingar með frumlegum viðmiðum og er Tíminn og vatnið einkar gott dæmi um slíka líkingasmíð. Frumlegar líkingar lyfta athygli lesandans úr farvegi daglegrar málnotkunar og knýja lesandann til að hugsa um og skynja fyrirbærið á ferskan hátt. Slík líkingasmíð örvar lesandann einnig til frjórrar túlkunar og persónulegrar upplifunar. 
 Verkefni: Gerið grein fyrir viðlíkingum í 
        eftirfarandi ljóði.  
 | |||||||
|  |  |  |  |  |  |  |  | |