Ísl 303



 

Ísl 303

Handrit og efni
Bragarhættir
Að lesa eddukvæði
Hávamál
Völuspá

Eddukvæði

Í Hávamálum og Völuspá eigið þið að geta útskýrt vísur:

Meðalsnotur
skyli manna hver,
æva til snotur sé;
því að snoturs manns hjarta
verður sjaldan glatt,
ef sá er alsnotur, er á.

Þó íslenskur texti hafi ekki breyst mikið í gegnum tíðina og við eigum tiltölulega auðvelt með að lesa hann þurfum við stundum að fá upplýsingar um merkingu orða þegar við lesum eddukvæði. Orð hafa horfið úr virkum orðaforða eða merking þeirra breyst. Þannig merkir snotur núna fallegur, sætur en merkti áður vitur. Meðalsnotur merkti þá meðalvitur en alsnotur alvitur.

Í eddukvæðum er mikið um heiti en heiti eru orð sem eru notuð í skáldskap en ekki annars. Þannig eru gumi og halur algeng í Hávamálum en bæði orðin merkja maður. Af þessum ástæðum eru orðaskýringar í bókinni við hverja vísu. Sum orð er nauðsynlegt að læra utan að.