Ísl 303 |
|
|||||||
EddukvæðiHandrit og efniCodex Regius eða Konungsbók heitir aðalhandrit eddukvæða. Konungsbók er íslenskt handrit frá seinni hluta 13. aldar. Brynjólfur Sveinsson biskup gaf Danakonungi bókina á 17. öld. Konungsbók var annað handritanna sem Danir skiluðu á táknrænan hátt árið 1971. Konungsbók er einstæð heimild um norræna goðafræði (trúarbrögð Norðurlandabúa fyrir kristnitöku). Og hún er nærri ein um að geyma norrænar gerðir hins germanska hetjusagnaarfs. Enginn veit nákvæmlega hvað eddukvæðin eru gömul eða hvar þau urðu til. Eddukvæðin eru talin hafa geymst lengi munnlega áður en þau voru skráð á skinn. Blómaskeið eddukvæða er talið vera 800 1000. Snorra-Edda eftir Snorra Sturluson hjálpar okkur að skilja kvæðin og goðafræðina. Eddukvæði skiptast í tvo flokka eftir efni: goðakvæði og hetjukvæði. Goðakvæði segja frá goðum í heiðnum sið, stundum á spaugilegan hátt. Völuspá rekur sögu heimsins en Hávamál sýna lífsspeki heiðinna manna. Hetjukvæðin eru harmþrungin ljóð um persónuleg vandamál hetja og segja meðal annars frá raunverulegum persónum sem voru uppi frá 4. og 5. öld, t.d. Atla Húnakonungi. Flest hetjukvæðin segja frá sögu gullsins sem Sigurður vann af Fáfni og þeirri bölvun sem af því hlaust. |
||||||||