Ísl 303 |
|
|||||||
EddukvæðiÍ Hávamálum og Völuspá eigið þið að geta útskýrt vísur:
Að taka saman vísu merkir að vísan er skrifuð á ný með sömu orðum en með sjálfgefinni orðaröð, þeirri orðaröð sem er notuð í daglegu tali í staðhæfingum. Dæmi um sjálfgefna orðaröð: Guðrún les bókina. Halldór er frá Rifi. Nýi nemandinn keypti gamla bók. Breytt orðaröð er til dæmis spurning: Keypti nemandinn gamla bók? Og: Í dag ætlar Guðrún að lesa bókina. Misjafnt er hversu mikið þarf að breyta orðaröð. Í allmörgum vísum þarf engu að breyta: Hjarðir það vitu (hve)nær þær heim skulu og ganga þá af grasi (21. vísa). Í öðrum er orðaröðin flóknari. Æfingar í að taka saman vísur: |
||||||||