Ísl 303



 

Ísl 303

Handrit og efni
Bragarhættir
Að lesa eddukvæði
Hávamál
Völuspá

Eddukvæði

Eddukvæði og dróttkvæði

Eddukvæði: Uppruni ókunnur, höfundar ekki þekktir. Eddukvæði segja sögur af goðum og fornum, germönskum hetjum. Bragarhættir eddukvæða er einfaldir, ekki rím en ljóðstafir.

Dróttkvæði: Eftir þekkt skáld og segja sögur af mönnum. Algengt efni er lof um konunga, kvæði um myndir á skjöldum eða öðrum hlutum, ættartölukveðskapur og lausavísur. Bragarháttur dróttkvæða er flókinn, ljóðstafir og innrím.

Bragarhættir eddukvæða

Ljóðaháttur er annar aðalbragarhátta eddukvæða. Undir ljóðahætti eru flest samtalskvæði, t.d. Hávamál.

Einkenni: 6 línur (tveir hlutar). Lína 1 og 2, 4 og 5 eru saman um stuðla. Lína 3 og 6 eru lengri og sér um stuðla. Ekkert rím.

Vits er þörf
þeim er víða ratar,
dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr

Fornyrðislag er hinn aðalbragarháttur eddukvæða. Undir fornyrðislagi eru frásagnarkvæði, t.d. Völuspá.

Einkenni: 8 línur sem skiptast í tvö hluta. Tvær og tvær línur eru saman um stuðla. Ekkert rím.

Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata,
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.