Ísl 303



 

Ísl 303

Handrit og efni
Bragarhættir
Að lesa eddukvæði
Hávamál
Völuspá

Hávamál

Í Hávamálum eigið þið að geta útskýrt vísur. Æfið ykkur með því að leysa þetta verkefni. Þessar vísur henta vel til þess. Þau sem ljúka verkefninu fá óvæntan glaðning.

1. Dragið hring utan um ljóðstafi í eftirfarandi vísum.
2. Skýrið orðin sem tekin eru úr vísunum.
3. Takið saman vísuna.
4. Skýrið megininntak vísunnar með eigin orðalagi.

Vísa nr. 5

Vits er þörf
þeim er víða ratar,
dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.

Hvað merkir: rata, dælt, verða að augabragði, snotur

Takið vísuna saman:

Boðskapur:

Vísa nr. 17

Kópir afglapi
er til kynnis kemur,
þylst hann um eða þrumir.
Allt er senn
ef hann sylg um getur,
uppi er þá geð guma.

Hvað merkir: kópa, kynni, þyljast um, sylgur, gumi

Takið vísuna saman:

Boðskapur:

Vísa nr. 47

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá var eg villur vega,
auðigur þóttumst
er eg annan fann,
maður er manns gaman.

Hvað merkir: einn saman, villur vega

Takið vísuna saman:

Boðskapur:

Svar við verkefninu