Ísl 303



 

Ísl 303

Handrit og efni
Bragarhættir
Að lesa eddukvæði
Hávamál
Völuspá

Hávamál

Svar við verkefni

Vísa 5

Ljóðstafir: V í víða og vits, h í heima og hvað. Au og e í augabragði og ekki, s í snortrum og situr.

Orðskýringar: rata: ferðast, dælt: auðvelt, verða að augabragði: verður að athlægi, snotur: vitur

Þeim er víða rata er þörf vits, heima er hvað dælt. Sá er ekki kann og situr með snotrum verður að augabragði.

Sá sem ferðast mikið hefur þörf á viti, heima er allt auðvelt. Sá sem ekki kann sig með öðrum verður að athlægi.

Eða: Þegar menn ferðast er þörf á viti, heima er allt auðvelt. Sá sem ekkert kann verður að athlægi.

Vísa 17

Ljóðstafir: K í kópir og kynnis, þ í þylst og þrumir. S í senn og sylg, g í geð og guma.

Orðskýringar: kópa: glápa, kynni: heimsókn, þylst um: tala í sífellu, sylgur: drykkur, gumi: maður

Afglapi kópir er (hann) kemur til kynnis, hann þylst um eða þrumir. Allt er senn ef hann sylg um getur, uppi er þá geð guma.

Heimskinginn glápir þegar hann kemur í heimsókn, talar stanslaust eða þegir. Um leið og hann fær drykk segir hann frá öllu.

Vísa 47

Ljóðstafir: U og ei í ungur og einn, v í villur vega. Au og a í auðigur og annan, m í maður og manns.

Orðskýringar: einn saman: einsamall, villur vega: villast

Ég var forðum ungur, ég fór einn saman, ég var þá villur vega. Er ég annan fann þóttumst auðigur, maður er manns gaman.

Þegar ég var ungur var ég einn og villtist. Er ég hitti aðra fannst mér ég ríkari því maður er manns gaman.

Eða: Þegar ég var yngri var ég einn og gerði ýmsar vitleysur. Þegar ég fór að umgangast aðra gekk mér betur, maður er manns gaman.

© Kristinn Kristjánsson