Ísl 303

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla

 

Sagnaritun

heim.gif (185 bytes)

 

Sú hefđ hefur lengi ríkt ađ flokka íslenskar fornsögur eftir efni ţeirra.

 

 

Biskupasögur

Sturlunga

 

Samtíđarsögur fjalla um menn og viđburđi í samtíđ höfunda. Oftast er ţetta hugtak látiđ ná yfir biskupasögur og Sturlungu.

 

Biskupasögur eru merkilegar sögulegar heimildir ţó svo ađ ţćr dragi taum biskupanna og kirkjunnar. Sögur af biskupum voru skráđar frá ţví um 1200 fram um miđja 14. öld. Venja er ađ flokka sögur af biskupum sem eina heild ţó ţćr séu í raun og veru afar ólíkar. Annars vegar eru ćvisögur ţar sem greint er frá helstu ćviatriđum biskupa og framlagi ţeirra til kirkjustjórnar. Hins vegar helgisögur, lífssögur dýrlinga, samdar til ađ helgi ţeirra yrđi lögtekin á alţingi.

 

Ćvisögur
Elst ćvisagna er Hungurvaka sem segir sögu fimm fyrstu Skálholtsbiskupa, frá Ísleifi Gissurarsyni, sem vígđur var biskup 1056, til Klćngs Ţorsteinssonar sem lést1176.. Nafniđ kemur frá höfundi, hann telur ritiđ muni ađ loknum lestri hafa vakiđ međ lesendum hungur eftir meiri fróđleik um ţá merkismenn sem sagt er frá. Nćst ađ aldri er saga Páls biskups Jónssonar, biskup 1195–1211. Páll tók viđ af Ţorláki helga 1178–1193 sem biskup og bođar ritiđ hófsamari kirkjustjórn en Ţorlákur hafđi stundađ. Yngri sögur eru Árna saga biskups Ţorlákssonar (Stađa-Árna) en hann var biskup í Skálholti 1269–1298 og Guđmundar saga biskups Arasonar (Guđmundur góđi biskup 1203-1237) og Lárentínusar saga en ţeir voru biskupar ađ Hólum. Árna saga og Lárentínusar saga eru ítarlegustu ritin um ţau tímabil sem ţau taka til. Einnig er eftir tekiđ hve vel skrifuđ Lárentínusar saga er, hann var biskup 1324–1331. Biskupasögur ná yfir langt tímabil og eru merkilegur hluti íslenskrar sagnritunar.

 

Helgisögur
Helgisögur eru upphafnar lífssögur dýrlinga. Í lok 12. aldar eignuđust Íslendingar fyrsta dýrling sinn, Ţorlák helga Ţorláksson. Bein hans voru tekin upp 1198 og ári síđar var messa hans, 23. desember, lögtekin á alţingi, Ţorláksmessa. Á sama ári var einnig lögtekin Jóns messa Ögmundssonar. Til eru sögur ţeirra beggja, Ţorláks saga helga og Jóns saga helga, báđar í ţremur gerđum, ţćr elstu líklega samdar stuttu eftir upptöku beina ţeirra. Í Jóns sögu er ađ finna elstu ţjóđsögur af Sćmundi fróđa. Frá 14. öld er síđan helgisaga Guđmundar biskups Arasonar, einnig til í ţremur gerđum.

 

Helgisögur skiptast í tvo helminga. Sá fyrri er um jarđneskt líf dýrlingsins, hinn síđari um líf hans í jarteinum eftir dauđann (himneskt líf). Síđari hlutinn, jarteinakaflinn, veitir oft merkilegar upplýsingar um líf almennings sem ekki koma fram í öđrum ritum frá ţessum tíma. Jarteinabćkur Ţorláks biskups geyma frásagnir af jarteinum = máttarverkum / kraftaverkum sem urđu fyrir tilstuđlan og árnađarorđ Ţorláks biskups og ţökkuđ guđi. Nálćgt fjórđungur af ţessum frásögnum varđar búpening og búskap og meira en ţriđjungur lćkningu af mannanna meinum, fjórar snúa ađ ferjusiglingum, tvćr ađ ölbruggun, tvisvar kemst fólk frá drukknun og nokkrar varđa týnda hluti. Ţessar bćkur urđu ţrjár alls.

 

Byggt á:

Hugtök og heiti í bókmenntafrćđi. 1983. Ritstjóri Jakob Benediktsson. Bókmenntafrćđistofnun HÍ, Mál og menning, Reykjavík.

Guđrún Nordal. 1992. „Sagnarit um innlend efni. – Sturlunga saga.“ Íslensk bókmenntasaga 1, bls. 309 – 344. Ritstj. Vésteinn Ólason. Mál og menning, Reykjavík.

Sverrir Tómasson. 1992. „Ćvisögur biskupa.“ Íslensk bókmenntasaga 1, bls. 345 – 357. Ritstj. Vésteinn Ólason. Mál og menning, Reykjavík.

—. 1992. „Játarasögur“ Íslensk bókmenntasaga 1, bls. 467 – 479. Ritstj. Vésteinn Ólason Mál og menning, Reykjavík.

© Kristinn Kristjánsson

 

aundan.gif (852 bytes)

heim.gif (185 bytes)

naesta.gif (183 bytes)