Íslensk frćđi í upphafi 12. aldar
Kunn eru orđ
Fyrsta málfrćđingsins, sem setti löndum sínum latínustafróf í lćrđri
ritgerđ, Fyrstu
málfrćđiritgerđinni,
um
miđja 12. öld: „til ţess ađ hćgra verđi ađ rita og lesa sem nú tíđist og á
ţessu landi bćđi lög og áttvísi eđa ţýđingar helgar eđa svá ţau hin spaklegu frćđi er Ari Ţorgilsson hefir
á bćkur sett af skynsamlegu viti.“
Tvö
ritverk birta einkum markverđan fróđleik um landnám Íslands. Annađ er Íslendingabók
Ara fróđa Ţorgilssonar, örstutt yfirlit yfir sögu
landsmanna fram á daga hans sjálfs, skrifađ um 1130. Hitt er Landnámabók sem mun upphaflega
hafa veriđ skrifuđ um svipađ leyti og Íslendingabók en er nú ađeins
varđveitt í yngri gerđum og víđa mjög auknum af yngri og líklega enn ótraustari fróđleik.
Í Landnámabók eru landnám rakin
umhverfis landiđ frá bústađ Ingólfs í Reykjavík, vestur, norđur, austur,
suđur og vestur uns kemur ađ Reykjavík aftur. Ef taldir eru međ ţeir sem ţágu land af upphaflegum landnámsmönnum munu ţar
nafngreindir um 430 landnámsmenn, ţar af 14 konur.
Í Landnámabók eru frásagnir af fundi
Íslands og landnámi ţess. Sagt er frá fyrstu landnámsmönnunum og uppruna
ţeirra, greint er frá ţví hvar á landinu ţeir tóku sér bólfestu
og frá afkomendum ţeirra og fylgir frásögnin landsfjórđungunum réttsćlis
umhverfis landiđ. Viđ sögu koma um 430 landnámsmenn en alls eru nefnd um
3500 menn og konur og um 1500 bćjarnöfn í Landnámu.
Elsta gerđ
Landnámu hefur sennilega orđiđ til í upphafi 12. aldar og segir Haukur
Erlendsson í eftirmála Hauksbókar ađ Ari Ţorgilsson hinn fróđi (d. 1145) og Kolskeggur hinn vitri hafi fyrstir
skrifađ um landnámiđ. Haukur segir ennfremur ađ
landnámugerđ sína hafi hann skrifađ eftir Sturlubók og annarri eldri gerđ
sem Styrmir Kárason (d. 1245) hafi skrifađ. Styrmisbók er nú glötuđ en Sturlubók
og Melabók eru einnig taldar hafa sótt efni til hennar og er álitiđ ađ í
brotum Melabókar sé ađ finna elstu varđveittu
textagerđ Landnámu.
Íslendingabók var samin á
árunum 1122-32 af prestinum Ara
Ţorgilssyni sem hlaut viđurnefniđ hinn
fróđi (1068-1148). Í Íslendingabók er skráđ í
stuttu máli saga íslensku ţjóđarinnar frá upphafi til um 1120 og tímataliđ
skorđađ. 'Ísland byggđist fyrst úr Norvegi á
dögum Haralds hins hárfagra.' Á ţessum orđum hefst Íslendingabók. Á dögum
Ara var latína alţjóđamál lćrđra manna, en hann kaus ađ rita á tungu ţjóđar
sinnar og markađi međ ţví stefnu í upphafi íslenskrar bókmenningar. Um
brautryđjandastarf Ara segir Snorri Sturluson í formála Heimskringlu: „Ari prestur hinn fróđi Ţorgilsson, Gellissonar, ritađi fyrstur manna hér
á landi ađ norrćnu máli frćđi,
bćđi forna og nýja og ţykir
mér hans sögn öll merkilegust.“
Í upphafi
bókarinnar er sagt frá Íslands byggđ og nokkrum helstu landnámsmönnum, frá
fyrstu lagaskipan og setningu alţingis, og frá nýmćlum
um sumarauka, skiptingu landsins í fjórđunga og fjórđungsţing. Greint er
frá öllum lögsögumönnum og embćttistíđ ţeirra frá stofnun Alţingis áriđ 930
og fram til um 1120. Sagt er frá ţví er Grćnland fannst og byggđist af
Íslandi. Í síđara hluta Íslendingabókar segir Ari
ítarlega frá ţví er kristni kom á Ísland og síđan frá fyrstu biskupum í
landinu og helstu atburđum á ţeirra dögum. Skilmerkileg er frásögn
hans af Gissuri Ísleifssyni Skálholtsbiskupi og
ađgerđum hans til ađ koma skipulagi á íslensku kirkjuna, t.d. međ setningu
tíundarlaga áriđ 1097 og skiptingu landsins í tvö biskupsdćmi međ stofnun
Hólabiskupsdćmis áriđ 1106. Ţá greinir Ari einnig frá fyrstu skráningu laga
á bók veturinn 1117-18.
Jón Sigurđsson forseti (1811 – 1879) tengist íslenskum frćđum órjúfandi böndum. Handritarannsóknir og útgáfumál
urđu hans helsta lifibrauđ alla tíđ og hann naut mikils
álits í frćđaheimi Kaupmannahafnar. Međal ţeirra verka sem Jón sá um útgáfu á voru Snorra-Edda, Íslendingabók
og Landnáma,
ýmsar Íslendingasögur og önnur fornrit.
Heimild: vefur Árnastofnunar og
vísindavefur H.Í.
|