Íslenska

 ÍSLE1GR05 (103)
 
ÍSLE1GR03 (202)
 
ÍSLE2GM05 (203)
 
ÍSLE2GM03 (212)
 
ÍSLE3BÓ05 (303)
 
ÍSLE2BS05 (403)
 
ÍSLE3NB05 (503)
 
ÍSLE3BU05 (633)
 ÍSLE3LG05 (873)
 
ÍSAN1GR05 (103)
  ÍSAN2GM05 (203)
 
ÍSAN3BÓ05 (303)
 
ÍSAN2BS05 (403)
 
ÍSAN3NB05 (503)
  ÍSLE2MR05

 

 

Kennarar
Fjarnám
Athugið
Stílfræði
Hugtök
Um ritun

Krækjur

Traust kunnátta í íslensku er ein meginundirstaða menntunar á Íslandi, segir í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Nemendur eiga að öðlast skilning á sögulegu, menningarlegu og félagslegu gildi máls og bókmennta. Þeir verða að átta sig á eðli móðurmálsins og lögmálum, ná góðri færni á öllum sviðum málnotkunar, bæði í ræðu og riti, geta tjáð skoðanir, hugmyndir og tilfinningar og öðlast traust á eigin málnotkun. Þekking á móðurmálinu, eðli þess, sögu og sérkennum, er nauðsynlegur þáttur í almennri menntun.

Í íslenskukennslu er fjallað um þau menningarlegu verðmæti sem felast í móðurmálinu og íslenskum bókmenntum. Jafnframt er stuðlað að því að nemendur öðlist jákvætt viðhorf til íslensku og kynnist áhrifamætti og margbreytileika málsins. Enn fremur að þeir þjálfist í markvissri notkun tungumálsins með fjölbreyttum verkefnum.