Íslenska



 

Bókmenntafræði ljóða
Myndmál
Stílbrögð

Túlkunarþættir
Minni
Þema
Vísanir
Tákn

Minnisblað
© Eiríkur Páll Eiríksson
Kristinn Kristjánsson
2. útg. maí 2002
1. útg. sept. 2000

Vísanir

Vísun felst í því að skáldið vísar til einhvers fyrir utan verkið og ætlast til að lesandinn þekki það. Skáldið endursegir ekki aðra sögu eða útskýrir heldur getur vísunin aðeins verið fólgin í orði eða tilsvari, nafni eða atburði sem rekja má til annars skáldverks eða annars veruleika. Tilgangurinn er sá að vekja hugrenningatengsl, ekki ósvipað og gert er með líkingum og dýpka þannig verkið.

Vísanir eru einkum sóttar í Biblíuna, goðafræði, sögu og stjórnmál og aðrar bókmenntagreinar. Hér er vísað í Njálu.

Vötnin byltast að brunasandi,
bólgnar þar kvikan djúð;
landið ber sér á breiðum herðum
bjartan og svalan hjúp;
jötunninn stendur með járnstaf í hendi
jafnan við Lómagnúp,
kallar hann mig, kallar hann þig...
kuldaleg rödd og djúp.

Þessi texti er í Biblíunni.

Tennur þínar eru eins og hópur af nýklipptum ám.

Og Birgir Svan vísar í hann:

Tennur þínar eins og röð hvítra fólksvagna.

Verkefni: Athugið kvæðið í helli Loka í Ljóðmúrnum með tilliti til vísana og túlkunar þeirra.