Íslenska



 

Bókmenntafræði ljóða
Myndmál
Stílbrögð

Túlkunarþættir
Minni
Þema
Vísanir
Tákn

Minnisblað
© Eiríkur Páll Eiríksson
Kristinn Kristjánsson
2. útg. maí 2002
1. útg. sept. 2000

Þema

Ólíkt mótífinu sem er hlutlægt efnisatriði er þemað huglæg niðurstaða um efni verks. Það kemur í ljós þegar yrkisefni og mótíf hafa verið krufin til mergjar og túlkuð í samhengi. Hugtakið er einkum notað um þá hugmynd sem telja mætti meginhugsun verksins.

Bókin Gegnum ljóðmúrinn er uppbyggð þannig að ljóðin eru flokkuð saman eftir þema þeirra, meginhugsun. Þema skáldverka er oftast sett fram í knöppu formi, einni setningu eða fáum, stundum málshætti eða spakmæli. Þemað byggir á persónulegri túlkun og mati lesanda.