Ísl 503



 

Bókalisti
Námsáætlun
Málnotkun
Sjálfstætt fólk
Kjörbók
Bókmenntasaga
Þyrnar og rósir
Verkefni
Lokapróf
Glærur

Fjarnám

Hugleiðingar um mál og málstefnu

Mál og mynd

Orðtök og málshættir
Margar bækur hafa verið gefnar út um orðtök og málshætti. Finndu þrjár slíkar bækur á bókasafni skólans og skrifaðu titla þeirra hér.

Málið endurspeglar forna atvinnuhætti í myndhverfum orðtökum. Þessi dæmi sýna slíkt úr máli sjómanna, iðnaðarmanna og bænda fyrri tíðar.

ríða baggamuninn – aka seglum eftir vindi – skara eld að sinni köku

Lestu vandlega kaflann í Stílfræðinni um myndhverfingar og myndhverf orðtök í tengslum við athuganir þínar á orðtökum málsins og uppruna þeirra. Í Ljóðmúrnum er þema sem heitir: Myndljóð – ljóðmyndir. Það er vel þess virði að lesa það í heild sinni með þessari athugun á myndum og myndhverfingum í málinu.

Myndhverf orðtök eru enn að verða til. Þau sækja uppruna sinn og myndvísi nú til ýmissa sviða þjóðlífsins. Þessi dæmi verða að nægja:

Gefa grænt ljós – á vera í góðum gír – senda boltann á

Nýir málshættir verða til í auglýsingamálinu, slagorðin. Dæmi um það er t.d. auglýsingin: Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Kanntu fleiri?

Bókin Mergurinn málsins er viðamikil bók um þetta efni. Skilgreinið stuttlega orðtak málshátt og talshátt samkvæmt þessari bók.

Í lokin
Leiðið hugann að því hve orðtökin okkar gömlu eru ómetanleg menningarverðmæti m.a. af því að í þeim endurspeglast mannlíf genginna kynslóða í máli og myndum. Sýnið þeim sóma og lærið eitt á dag alla önnina og notið síðan rétt!

© Eiríkur Páll Eiríksson