Ísl 503



 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bókalisti
Námsáætlun
Málnotkun
Sjálfstætt fólk
Kjörbók

Bókmenntasaga
Þyrnar og rósir
Verkefni
Lokapróf
Glærur

Fjarnám

 

 

Kjörbók

Kjörbækur í ísl 503 eru yfirleitt nýjar eða nýlegar og eru hugsaðar til að endurspegla það sem er að gerast í bókmenntum. Höfundar hafa þá hlotið verðskuldaða athygli fyrir verk sín. Upplýsingar um höfunda er að finna á vef Borgarbókasafnsins og Rithöfundavefnum.

Verkefni um kjörbók skiptist í tvennt: a) krossapróf og b) ritgerð. Krossaprófið er fyrst og fremst til að nemandi sanni að hann hafi lesið verkið. Kjörbók er ekki til lokaprófs en skylda er að taka prófið og skrifa ritgerð.

Lengd ritgerðar er 3 bls. auk forsíðu. Leturgerð á að vera Arial eða Times New Roman, 12p, eitt og hálft línubil. Veljið spennandi heiti á ritgerðina sem lýsir innihaldi hennar. Athugið að  ekki eru notaðar millifyrirsagnir í svona stuttum ritgerðum nema hugsanlega yfir einstökum köflum í meginmáli. Aldrei á að nota fyrirsögnina meginmál. Til aðstoðar við bókmenntahugtök, sjá hugtök.

Leiðbeiningar

Inngangur er stuttur. Nafn bókar og höfundar, útgáfuár. Hvað verður tekið fyrir og hver eru áhersluatriði ritgerðarinnar. (Efnisyfirlýsing)

Efniskjarni – stutt greinargerð fyrir söguþræði eða kjarna frásagnarinnar, hámark 10-15 línur.  Miða við að lesandi ritgerðar fái hugmynd um efni bókarinnar.

Sjónarhorn. Gerðu grein fyrir frásagnaraðferð og stöðu sögumanna. Hvaða áhrif hefur frásagnaraðferðin á lesandann?

Tími og umhverfi. Um hvaða tíma er fjallað í frásögninni? Hvað einkennir umhverfið félagslega? Gerið grein fyrir ólíkum lífsviðhorfum persóna og áhrifum þeirra á sögumann/sögumenn.

Persónur. Sögumaður/sögumenn.  Hvað einkennir hann/þá? Er hann opinn eða lokaður, vinamargur eða vinafár? Hvað stjórnar gjörðum hans og ákvörðunum? Hvert stefnir hann og hvar er hann staddur í lok bókar? (Ytri og innri persónulýsing). Skiptir útlit, stétt eða staða einhverju máli?

Aukapersónur. Hvaða aukapersónur skipta máli og hverjar finnst ykkur eftirminnilegastar? Hverjir eru helstu áhrifavaldar í lífi sögumanns?

Gildi frásagnarinnar. Getum við lært eitthvað af sögunni og því samfélagi sem lýst er?

Niðurlag / Lokaorð. Samantekt sem endurspeglar  innganginn en niðurstöðu ritgerðarsmiðs er bætt við.