Ísl 503



 

Bókalisti
Námsáætlun
Málnotkun
Sjálfstætt fólk
Kjörbók
Bókmenntasaga
Þyrnar og rósir
Verkefni
Lokapróf
Glærur

Fjarnám

Hugleiðingar um mál og málstefnu

Íslensk málstefna

Um íslenska málstefnu er rætt í námsefni áfangans á heimasíðu hans. Farðu vel yfir efnið þar. Stefnan er mótuð af eftirfarandi hugtökum.

Opinber málstefna – íslensk málstefna

  • Málstefnan birtist í lögum, reglugerðum og opinberum auglýsingum
  • Málstefnan kemur fram í lögum um Íslenska málnefnd
  • Málstefnan á rætur í hreintungustefnu - málhreinsun en birtist í dag í nýyrðastefnu
  • Málstefnan byggir á málrækt, málvernd og málvöndun

Hreintungustefnan

  • Hreintungustefna beinist gegn áhrifum erlendra tungna á móðurmálið
  • Hreintungustefna beinist gegn óæskilegum málbreytingum í nútímamáli
  • Hreintungustefna á rætur í gullaldarmáli fornaldar og tekur oft mið af því

Nýyrðastefnan

  • Nýyrðastefnan er framhald hreintungustefnunnar
  • Nýyrðastefnan er meðvitað andsvar málsamfélagsins við ásókn tökuorða í íslensku
  • Nýyrðastefnan reynir að mæta kröfum samfélagsþróunarinnar fyrir ný orð - nýyrði
  • Nýyrðasmíðin heldur lifandi samhengi í máli kynslóðanna

Málrækt

  • Málrækt felur í sér eflingu máls og gerir málið betur hæft til að rækja hlutverk sitt í nútímanum án hjálpar erlendra mála. Efling máls er sá eiginleiki þess að vaxa með þeim kröfum sem til þess eru gerðar
  • Málrækt felur í sér varðveislu máls
  • Málrækt er afsprengi nýyrðastefnunnar

Málvernd

  • Málvernd beinist að því hægja á málbreytingum og að halda samhengi í máli kynslóðanna
  • Málvernd hefur stuðlað að því að málið hefur ekki gliðnað í mállýskur
  • Málvernd hefur stuðlað að því að talmálið stendur ritmálinu nær en víða erlendis

Málvöndun

  • Málvöndun beinist að því að velja viðeigandi málsnið
  • Málvöndun felst í því að kunna skil á réttu og röngu í máli
  • Málvöndun felst í því að temja sé smekk fyrir góðu máli en forðast mállýti

Forsendur málræktarinnar
Móðurmál er mönnum andlegt umhverfi og sá sem týnir því glatar hluta af uppruna sínum.

Þín málstefna
Hvaða þættir eru það einkum sem móta viðhorf þitt til málsins og þú byggir eigin málstefnu á? Athugaðu málstefnupunktana hér að framan vandlega varðandi þetta. Skrifaðu upp þá þætti sem móta sérstaklega þín viðhorf til málsins.

© Eiríkur Páll Eiríksson