Ísl 503



 

Bókalisti
Námsáætlun
Málnotkun
Sjálfstætt fólk
Kjörbók
Bókmenntasaga
Þyrnar og rósir
Verkefni
Lokapróf
Glærur

Fjarnám

Hugleiðingar um mál og málstefnu

Nokkur lýti á máli og stíl

Hliðskipun undirskipun
Stundum sagt er að setningaskipun sé undirskipuð og stíllinn flókinn, þetta er nefnt undirskipun og þykir heldur lýta stíl. Skoðaðu hvernig þessari stílgerð er lýst í Íslenskri stílfræði eftir þá Þorleif Hauksson og Þóri Óskarsson, kaflinn sem um ræðir er á bls. 102 – 103. Kynntu þér einnig ásama stað hver er andstæða þessa stíls:hliðskipun.

Nafnorðastíll
Hvað er nafnorðastíll? Þá taka nafnorðin öll völd, þannig gera menn átak í stað þess að taka á og gera könnun í stað þess að kanna svo dæmi sé tekið. Nafnorðastíll er oft spaugilegur en á rétt á sér ef nákvæmni er þörf en þá ber að gæta hófs. Margvíslegar orðasamsetningar nafnorða verða skrípislegar ef orðagleðin tekur völd. Valin dæmi um nafnorðastíl eru í nokkrum bókum, t.d. Máltækni sem til er á bókasafni skólans.

Stagl og einhæfni í orðavali
Slitin orð, stirnað mál og ofnotuð orðtök er það nefnt þegar viss orð og orðasambönd eru ofotuð. Slíkt þykir bera vott um einhæfni í orðavali, orðfátækt eða áhrifagirni af stíl annarra. Misjafnt er hvaða orð og orðasambönd verða fyrir barðinu á ofnotkun en þessi málnotkun er ekki röng en getur orðið leiðigjörn. Valin dæmi um þessa málnotkun eru í mörgum bókum, t.d. Máltækni sem til er á bókasafni skólans

Eignarfallsflótti
Eignarfallsflótti er það nefnt þegar eignarfall er ekki notað þar sem það á að vera heldur er annað fall notað. Þannig verða til ambögurnar: vegna aukningu starfseminnar og til eflingu ransóknanna en skáletraða orðið á að vera í eignarfalli. Fleiri dæmi um eignarfallsflótta eru í mörgum bókum, t.d. Máltækni sem til er á bókasafni skólans

Röng stafsetning
Röng stafsetning er til mikilla mállýta. Ekki er því úr vegi að minna á mikilvægi réttrar stafsetningar, skoðið upprifjunarefnið á heimasíðunni og takið fram bestu kennslubókina ykkar í þeim fræðum ef þörf er á. Hugsið svolítið um stafsetningu alla önnina, þið getið prófað ykkur sjálf með því að lesa eða láta lesa texta inn á band og skrifa eftir upplestri. Stafsetningarverkefni eru í öllum kennslubókum í stafsetningu.

Stafsetningarkunnátta er nauðsynleg, kennarar í öllum greinum eru hundfúlir ef margar stafsetningarvillur eru í verkefnum nemenda. Atvinnurekendur líða ekki að stafsetningarvillur séu í útsendum bréfum og gögnum fyrirtækis, ímynd fyrirtækisins er í húfi. Ásláttarvillur og einstaka yfirsjónir eru óumflýjanlegar en stafsetning er ásýnd málsins, hver vill ryðbrunninn bíl, skellótt hús, rifna flík?

© Eiríkur Páll Eiríksson