Ísl 303 |
|
|||||||
VöluspáVerkefni um Völuspá í heild1. Völvan nefnir Óðin með réttu nafni í Völuspá en hún notar oftar kenningar eða heiti sem lýsa eiginleikum guðsins. Finnið dæmi þessa eftir því sem líður á kvæðið og skýrið hvað liggur að baki hverju nýju heiti eða kenningu. 2. Finnið heiti og kenningar yfir önnur goð en Óðin sem koma fyrir í kvæðinu og gerir grein fyrir hvaða merking felst í kenningunum. 3. Finnið heiti og kenningar yfir vistarverur, verur, dýr og náttúrufyrirbæri og útskýrið hvaða merking felst í kenningunum. 4. Í hvaða tilgangi ætli goðin séu nefnd með heitum og kenningum í stað sinna réttu nafna. 5. Í Völuspá eru þrjú stef. Hver eru þau og hvað merkja þau? Hvar eru þau í kvæðinu og hvaða hluta atburðarásarinnar tengjast þau? 6. Rekið orsakasamhengið í Völuspá. Hver er orsök illinda, hvernig magnast þau, til hvers leiða þau? Hvað verður guðunum að falli? Hvernig kemur tvískiptingin í mannheim og goðheim fram og hvaða tilgangi þjónar hún? 7. Skrifið ævisögu völvunnar og lýsið starfa hennar. 8. Hvernig er sköpun heimsins og uppruna manna lýst í a) Völuspá, b) Snorra-Eddu og c) Biblíunni? Hvernig skýrði Darwin uppruna manna? Hver er skoðun vísindamanna nútímans um sköpun heimsins, þ.e. stóra hvell? (Þetta er fyrst og fremst fyrir lengra komna og þá sem hafa gaman af því að pæla í hlutunum í víðara samhengi). © Íslenskudeild FÁ |
||||||||