Rómantík
Fjölnir og Jónas Hallgrímsson
1. Fjölnismenn settu sér fjögur atriði sem leiðarvísi:
nytsemi, fegurð, sannleika og siðsemi. Í hverju fólst fegurðin (Bókmenntasaga
bls. 82)?
2. Hvað var það sem Eggert Ólafsson gerði samkvæmt
inngangsorðum Fjölnis (Bókmenntasaga bls. 65 og víðar)?
3. Ísland
a. Skoðið vel orðin í 1. erindi og athugaðu hvernig
skáldið fullyrðir um gæði Íslands og kosti í orðavali sínu.
b. Útskýrið myndina í 2. erindi. Hvað er átt við með að
‘stund þíns fegursta frama lýsi sem leiftur’? Leiftur er hér
elding.
c. Hvað einkennir landnámsmenn samkvæmt 4. erindi og hvað
felst í því að sigla um hyldýpishaf?
d. Hvað var það sem fornmenn gerðu á Íslandi skv. 5.
– 8. erindi?
e. Hver er meginmunurinn á 8. og 9. erindi?
f. Hvað felst í spurningunum í 10. erindi?
g. 3. og 6. erindi annars vegar og 11. og 12. erindi hins
vegar eru næstum samhljóða. Hverju er breytt og hver er merking þeirrar
breytingar? Og í beinu framhaldi af því: Hver er munurinn á 7. og 13. erindi
og hvernig tengist það hinum erindunum fjórum?
h. Hvers konar hvatning felst í lokaerindinu?
i. Ef bygging ljóðsins er skoðuð, hvernig er þá best að
skipta því í hluta? Hvar eru skil í ljóðinu?
j. Hvernig er veðrið í ljóðinu?
4. Hvernig er afstaðan til fornbókmennta Íslendinga í
inngangsorðum Fjölnis, hvað er sagt um landið og verslun (Rætur bls. 249
– 251)? Og hvað er hægt að finna sambærilegar áherslur í Íslandi
eftir Jónas Hallgrímsson?
5. Gunnarshólmi
a. Fyrsta erindi Gunnarshólmi er 66 línur. Hvað
einkennir fyrstu 33 línurnar og að hvaða leyti er frásögn ljóðsins önnur í
næstu 33 línum?
b. Hvað er persónugerving? (Sjá stílfræði.) Finnið þrjár
persónugervingar og skýrið hvernig þær eru myndaðar og hvaða áherslur þær
draga fram í náttúrumyndinni.
c. Teljið upp öll örnefni ljóðsins. Hvað einkennir hvern
stað fyrir sig?
d. Hvaða litarorð notar Jónas í Gunnarshólma?
e. Hvað einkennir þá mynd sem er dregin í fystu 33
línunum? Hvers konar sveit er verið að lýsa?
f. Hvað er líkt og hvað er ólíkt í texta Njálu og
samsvarandi stað í ljóði Jónasar? Hvað áhrif hefur það sem er ólíkt? Í Njálu
segir:
Þeir ríða fram að Markarfljóti. Þá drap hestur Gunnars
fæti og stökk hann af baki.
Honum varð litið upp til hlíðarinnar og bæjarins að
Hlíðarenda. Þá mælti hann: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei
jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og
fara hvergi.“
g. Hver er niðurstaða skáldsins í næst síðasta erindinu?
h. Berið náttúrulýsinguna í síðasta erindi ljóðsins saman
við náttúrulýsinguna í 33 fyrstu línum. Hvað hefur breyst?
6. Ég bið að
heilsa
a. Hvort er Ég bið að heilsa ástarkvæði eða
ættjarðarkvæði?
b. Finnið persónugervingar í ljóðinu. Hvað er það sem er
persónugert?
c. Finnið stuðla og höfuðstafi. Hvaða orð tengja
ljóðstafina saman?
d. Hvaða orð ríma og hvernig tengir rímið saman erindi.
Hvað er karlrím og hvað er kvenrím og hvernig á það við þetta ljóð? (Karlrím
er eitt atkvæði, kvenrím tvö atkvæði: þín – mín; þýðum – hlíðum.)
e. Í Brag og ljóðstíl segir um sonnettur:
„Hún hefst á því að tiltekið efni er reifað, fyrst með almenntum hætti
… [en] í síðari hlutanum fær það sérstækari meðferð … (bls.
78).“ Að hvaða leyti á þetta við Ég bið að heilsa? Í sömu bók
segir einnig að sonnettan rísi í lokin (í síðustu línu). Á það við um þessa
sonnettu?
7. Ferðalok
a. Hvað heitir bragarhátturinn og nefnið fræg kvæði frá
miðöldum undir þeim hætti.
b. Finnið persónugervingar, skýrið hvernig þær eru
myndaðar og hvaða áherslur þær draga.
c. Útskýrið myndmálið í síðasta erindi ljóðsins.
d. Endursegið efni ljóðsins.
© Kristinn Kristjánsson
|