Bókmenntir 1550 – 1750

Bókmenntasaga 9. – 21. bls.
Ormurinn langi:

  • Guðbrandur Þorlálsson og verk hans
  • Oddur Gottskálksson og þýðing hans
  • Einar Sigurðsson: Kvæði af stallinum Christi. (Vöggukvæði).

Spurningar
1. Hvað var það sem breyttist í pólitík, siðferðismálum og guðfræðilegu efni?
2. Nefnið fjórar bækur sem Guðbrandur prentaði og hvert var markmiðið með hverri þeirra?
3. Á hvað leggur Guðbrandur áherslu í formála sínum að sálmabókinni og hvar er það í formálanum?
4. Hvert er myndmálið í kvæði Einars? Skoðið einkum 5. – 12. erindi.
5. Á 18. bls. í bókmenntasögunni er brot úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar þar sem segir af sálinni. Hvernig passar þessi lýsing við nútímann?
6. Berið saman þýðingu Odds og sama texta í nýjustu útgáfu Biblíunnar. Hver er munurinn?

Bókmenntasaga 20. – 25. bls.
Ormurinn langi:

  • Staðarhóls-Páll: Eikarlundurinn
  • Jón Ólafsson Indíafari: Úr Ævisögu

Spurningar
1. Hvernig lýsir Oddur Einarsson skemmtanahaldi á sínum dögum?
2. Hvert er helsta einkenni lýríkur?
3. Eikarlundurinn er dæmisaga. Hvert gæti táknrænt gildi lundarins verið? Takið eftir að maðurinn gengur hjá honum á mismunandi tíma dags og ástand lundarins er mismunandi.
4. Jón Ólafsson Indíafari.

·         Hver er þessi Jón Ólafsson?

·         Hvers vegna lagði hann land undir fót?

·         Hvert fór hann?

·         Hvað var hann að gera?

·         Um hvað fjalla textarnir í Orminum langa? (bls. 202-205)

·         Um Jón Ólafsson er sagt að hann sé sjálfhælinn. Eru merki um það í textanum.

·         Finnið dæmi um dönsk árhif í textanum (stök orð, orðaröð)

·         Finnið dæmi um íslensk orð með annarri stafsetningu eða anarri beygingu en við eigum að venjast.

Bókmenntasaga 26. – 32. bls.

Ormurinn langi:

  • Steinunn Finnsdóttir: Úr mansöng (í bókmenntasögunnni)
  • Úr Reisubók Ólafs Egilssonar

Spurningar
1. Hvert sóttu rímur efni sitt helst?
2. Hvað er mansöngur?
3. Guðbrandur Þoláksson gagnrýndi rímur fyrir að vera of veraldlegar og guði ekki þóknanlegar. Fyrir hvað gagnrýnir Jónas Hallgrímsson rímur?
4. Hvað eru kenningar og heiti? Og hvaða orð er notað yfir það að flytja rímur?
5. Að hvaða leyti er efnið í rímum Steinunnar Finnsdóttur ólíkt efni annarra rímna? Og hvað einkennir góð börn í mansöng Hyndlu rímu?
6. Um hvað fjallar Reisubók Ólafs Egilssonar?
7. Ólafur Egilsson var prestur og vel að sér í erlendum tungumálum. Hvaða áhrif hefur það á skrif hans? (Hvernig má sjá  dæmi um þetta tvennt í textanum)?
7. Frásögn Ólafs er frekar hlutlæg. Hvernig lýsir hann komunni til Algeirsborgar?
8. Hvaða mynd er dregin upp af hinum svokölluðu „Tyrkjum“ í sögunni?

Bókmenntasaga bls. 33 – 46
Ormurinn langi:

  • Hallgrímur Pétursson: Um dauðans óvissan tíma, 25. Passíusálmur, Ölerindi; Heilræðavísur og Leirkarlsvísur (í bókmenntasögunni)

Spurningar um Hallgrím Pétursson

Bókmenntasaga bls. 47 – 59
Ormurinn langi:

  • Árni Magnússon: Úr bréfi til Orms sýslumanns
  • Jón Magnússon: Úr Píslarsögu
  • Látra-Björg: Fjörður, Staka
  • Stefán Ólafsson: Meyjarmissir, Svanasöngur
  • Jón Vídalín: Úr predikunum

Spurningar
1. Hver er orsök þess að Jón Magnússon skrifaði Píslarsögu sína?
2. Hvar eru dæmi um líkamlegar og andlegar kvalir Jóns og annars heimilsfólks?  Hvort finnst Jóni verra?
3. Að hvaða leyti var fyrri öld betri og hvað hefur versnað?
4. Hver var sérstaða austfirsku skáldanna í heimsádeilum?
5. Hvaða áhrif hafði bókabruninn á Árna Magnússon?
6. Hvernig tekur ljóðmælandi ástarsorginni í Meyjarmissi? Hvernig fjallar hann um heilsu sína í Svanasöng?
7. Gerið grein fyrir myndmáli í predikunum Jóns Vídalin.

 

 © Íslenskudeild FÁ